Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 116
Tímarit Máls og menningar sem náttúran réttir úr sér um stund áður en hún stingur sér niður hlíðarnar á ný. Þar eru risastórir hlynir sem rétta upp hendur í bless- un, og þar eru notalegir litlir runnar sem raðað er heimilislega í röð og reglu, og þar er lækur sem getur hugsast að syngi þeim lof og um unað víns og söngva. Þið gætuð hafa heyrt rödd Þeókrítusar í grát- söngnum sem hann sló á steinana, og örugglega heyrðu Englending- arnir hann, þó svo textinn lægi rykfallinn á hillunum heima. I það minnsta sameinuðust hér náttúran og söngur hins klassíska anda um að fá vinina sex til að stíga af baki og hvílast. Leiðsögumenn þeirra drógu sig í hlé, en þó ekki svo langt að ekki sæist til villimannlegra skrípaláta þeirra, þar sem þeir ultu um og sungu, togandi í ermar hvers annars og þvaðrandi um vínuppskeruna sem nú hékk uppi rauðblá á ökrunum. En ef það er eitthvað sem við vitum um Grikk- ina þá vitum við að þeir eru hæglætisfólk, með dulúðugt látbragð og mál, og þar sem þeir sátu við lækinn undir hlyninum komu þeir sér fyrir eins og postulínsmálarinn hefði kostið að skipa þeim á mynd: gamli maðurinn studdi hökunni á staf sinn svo brúnir hans gnæfðu dökkar yfir unglingnum sem lá í grasinu við fætur hans. Og alvar- legar konur í hvítum klæðum liðu hjá í baksýn, þöglar, með leir- krukkur á öxlunum. Enginn evrópskur lærdómsmaður hefði getað stillt þessari mynd öðruvísi upp eða sannfært vinina um að nokkur hefði meiri rétt til að draga upp slíka sýn en einmitt þeir. Þeir teygðu úr sér í skugganum, og það var hvorki þeim að kenna né fornmönnunum ef samræður þeirra voru ekki byggðar upp í það minnsta eins vel og hinar göfugu fyrirmyndir. En þar sem enn erfið- ara er að skrifa rökræður en mæla þær af munni fram, og vafi leikur á því hvort skrifaðar rökræður hafi nokkru sinni verið talaðar eða hvort talaðar rökræður hafi nokkru sinni verið skrifaðar niður, munum við aðeins bjarga þeim brotum sem koma okkar sögu við. En það getum við sagt, að þessar samræður voru þær ágætustu í heiminum. Þær snerust um ýmis efni - svo sem fugla og refi, og hvort terpen- tína sé góð í víni - hvernig fornmenn bjuggu til ost - stöðu kvenna í gríska ríkinu - það var afgreitt af mikilli málsnilld! - bragarhætti Só- fóklesar - hvernig lagt skyldi á asna: og þannig var farið hátt og lágt eins og örninn á flugi sínu uns að lokum var numið staðar við hina gömlu gátu um hinn nýja Grikkja og stöðu hans í veröld nútímans. 378
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.