Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 118
Tímarit Máls og menningar að gæta að samræðunni, voru eitthvað á þessa leið, fyrir utan vissar truflanir sem engin endurröðun starfrófsins getur komið til skila. „Þegar þú talar um Grikkina,“ mælti hann, „talar þú sem vipru- vör og slóði, og þér þykir gott að tala um Grikki. Það er engin furða að þér skuli vera hlýtt til þeirra, því þeir eru í forsvari, eins og þú hefur verið að segja, fyrir allt sem er göfugt í listum og satt í heim- speki, og, eins og þú hefðir getað bætt við, allt sem er best í þér sjálfum. Vissulega hefur engin þjóð jafnast á við þá; og ástæðan fyrir því að þú - sem tókst þriðju gráðu háskólapróf, þú manst kannski eftir því - kallar þá Grikkina er sú að þér þykir það virðingarleysi að kalla þá Italina eða Frakkana eða Þjóðverjana, eða nafni nokkurrar þeirrar þjóðar sem getur komið sér upp stærri flota en við eða talað tungu sem við fáum skilið. Nei, látum oss gefa þeim nafn sem hægt er að stafa á ýmsan hátt, sem hægt er að gefa hinum ýmsu þjóðum, sem orðsifjafræðingarnir geta skilgreint, sem fornfræðingarnir geta deilt um, sem getur, í stuttu máli sagt, þýtt allt það sem við þekkjum ekki og, eins og hjá þér, allt það sem okkur dreymir og við þráum. Sannarlega er engin ástæða til að lesa rit þeirra, því hefur þú ekki rit- að þau sjálfur? Þessar dularfullu og leyndardómsfullu síður þeirra varðveita allt það sem þér hefur þótt vera fagurt í listum og heim- speki. Því að til er, veistu, sál fegurðar sem svífur nafnlaus yfir orð- um Miltons líkt og hún svífur yfir Maraþonflóa þarna fyrir handan; ef til vill rennur hún frá okkur og hverfur, því við vantreystum vof- um. En ég efast ekki um að einmitt þessa stund sért þú önnum kaf- inn við að skíra hana grísku nafni, og læsa hana í grískt form. Er hún ekki þegar þetta „eitthvað í grískunni“ sem þú gast aldrei lesið; og hluti - besti hluti - Sófóklesar og Platóns og allra þessara myrku bóka heima hjá þér? Þannig, í sama mund og þú lest grískuna þína í hlíðum Pentelikusar, neitar þú því að börn hennar eigi sér lengur nokkra tilveru. En fyrir okkur lærdómsmennina „O þú órökvísi fáráður“ greip svarið fram í, og hefði getað haldið þannig áfram að næstu greinaskilum ef ekki hefði annað svar hljómað af náð sinni og virst ráða úrslitum þó svo það hafi ekki hljómað af himnum ofan heldur aðeins úr brekkunni. Það brakaði í litlu runnunum og þeir svignuðu, og stór brúnn skapnaður flæddi út úr þeim, með höfuðið falið bak við stóran stafla þurra greina sem hann bar á bakinu. I fyrstu kviknaði sú von að þar væri á ferð gott eintak af evrópska 380
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.