Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 126
Tímarit Máls og menningar
um: ótta og vonar, nauðsynjar að leita
svara og uggs um að öllu sé að ljúka. En
í síðasta kvæði bókarinnar, „Maður
kveður að haustlagi“ er eins og fullu
jafnvægi og sátt sé náð. Það er eitt allra
besta kvæði Ólafs Jóhanns og eitt þeirra
sem verðskulda langlífi í hópi úrvals-
ljóða íslenskra. Skáldið minnist ótta við
dauðann í æsku og glímu við gátu hans
síðar, jafnvel þótt náttúran hefði sætt
hann við dauðann. Og það er þessi sátt
sem ríkir, ekki aðeins í orðum síðasta
erindis heldur í öllum hugblæ kvæðis-
ins. Því lýkur svona:
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
Sem ljóðskáld var Ólafur Jóhann Sig-
urðsson að ýmsu leyti utan við megin-
strauma íslenskrar ljóðagerðar á eigin
dögum, að því leyti að hann skeytti lítt
um hvaða stefnur voru í tísku þegar
hann kvað ljóð sín. Fyrsta ljóðabókin,
Nokkrar vísur um veðrið og fleira, birt-
ist um það leyti sem svo nefndur atóm-
kveðskapur var ofarlega á baugi, en
kvæðin í þeirri bók eru mjög hefðbund-
in að formi og sýna hve mikið vald
hann hafði á stíl og bragarháttum. Þegar
hann tók að birta ljóð aftur, síðustu
tuttugu ár ævi sinnar, voru þau miklu
frjálslegri að formi, og hann bættist i
hóp þeirra skálda sem samþýða hefðir
og nýmæli í kveðskap. Skyldastur um
margt þeim skáldbræðrum sínum
Snorra Hjartarsyni og Hannesi Péturs-
syni. I mörgum kvæða sinna er hann þó
formfastari og klassískari en þessir tveir
og stendur þá næst Jóni Helgasyni.
Hvergi er skyldleiki með skáldskap
Ólafs og þess síðast nefnda jafnaugljós
og í þessari síðustu bók.
Það er alltaf sárt þegar menn falla frá
meðan kraftar eru óskertir, en þó er
huggun vinum Ólafs að hann þurfti
ekki sjálfur að lifa raun af því að finna
andlega krafta þverra. Fáum skáldum
auðnast að kveðja af slíkri háttvísi og
með þvílíkri reisn sem Ólafur Jóhann
gerir í bókinni Að lokum.
Vésteinn Ólason
DRAUGABOX
Þórarinn Eldjárn
Skuggabox
Gullbringa 1988
- Hvaða fólk er þetta ?
- Gœtu þetta verið draugar?
Svo segir á einum stað (bls. 86) í nýrri
skáldsögu Þórarins Eldjárns, Skugga-
boxi, sem út kom fyrir síðustu jól.
Margar persónur sögunnar hafa yfir sér
blæ óraunveruleika og jafnvel drauga-
gangs. Form hennar er að því leyti eins
og persónusköpunin að þar er ekki allt
sem sýnist og leikreglur mun frjálslegri
en í hefðbundnum skáldsögum.
Söguþráðurinn er í meginatriðum á
þessa leið: Ungur Islendingur heldur til
Svíþjóðar og kvænist innfæddri stúlku
og ættleiða þau barn. Hann nemur þar
málvísindi og tekur að semja doktors-
ritgerð en gengur illa vegna þess að
hann er alltaf að reyna að finna upp
eitthvert áhald sem orðið geti algengt
heimilistæki og aflað honum öruggra
tekna („litliskattur"). Uppfinningarnar
eru heldur fráleitar og eiginkonunni
388