Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 126
Tímarit Máls og menningar um: ótta og vonar, nauðsynjar að leita svara og uggs um að öllu sé að ljúka. En í síðasta kvæði bókarinnar, „Maður kveður að haustlagi“ er eins og fullu jafnvægi og sátt sé náð. Það er eitt allra besta kvæði Ólafs Jóhanns og eitt þeirra sem verðskulda langlífi í hópi úrvals- ljóða íslenskra. Skáldið minnist ótta við dauðann í æsku og glímu við gátu hans síðar, jafnvel þótt náttúran hefði sætt hann við dauðann. Og það er þessi sátt sem ríkir, ekki aðeins í orðum síðasta erindis heldur í öllum hugblæ kvæðis- ins. Því lýkur svona: Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Sem ljóðskáld var Ólafur Jóhann Sig- urðsson að ýmsu leyti utan við megin- strauma íslenskrar ljóðagerðar á eigin dögum, að því leyti að hann skeytti lítt um hvaða stefnur voru í tísku þegar hann kvað ljóð sín. Fyrsta ljóðabókin, Nokkrar vísur um veðrið og fleira, birt- ist um það leyti sem svo nefndur atóm- kveðskapur var ofarlega á baugi, en kvæðin í þeirri bók eru mjög hefðbund- in að formi og sýna hve mikið vald hann hafði á stíl og bragarháttum. Þegar hann tók að birta ljóð aftur, síðustu tuttugu ár ævi sinnar, voru þau miklu frjálslegri að formi, og hann bættist i hóp þeirra skálda sem samþýða hefðir og nýmæli í kveðskap. Skyldastur um margt þeim skáldbræðrum sínum Snorra Hjartarsyni og Hannesi Péturs- syni. I mörgum kvæða sinna er hann þó formfastari og klassískari en þessir tveir og stendur þá næst Jóni Helgasyni. Hvergi er skyldleiki með skáldskap Ólafs og þess síðast nefnda jafnaugljós og í þessari síðustu bók. Það er alltaf sárt þegar menn falla frá meðan kraftar eru óskertir, en þó er huggun vinum Ólafs að hann þurfti ekki sjálfur að lifa raun af því að finna andlega krafta þverra. Fáum skáldum auðnast að kveðja af slíkri háttvísi og með þvílíkri reisn sem Ólafur Jóhann gerir í bókinni Að lokum. Vésteinn Ólason DRAUGABOX Þórarinn Eldjárn Skuggabox Gullbringa 1988 - Hvaða fólk er þetta ? - Gœtu þetta verið draugar? Svo segir á einum stað (bls. 86) í nýrri skáldsögu Þórarins Eldjárns, Skugga- boxi, sem út kom fyrir síðustu jól. Margar persónur sögunnar hafa yfir sér blæ óraunveruleika og jafnvel drauga- gangs. Form hennar er að því leyti eins og persónusköpunin að þar er ekki allt sem sýnist og leikreglur mun frjálslegri en í hefðbundnum skáldsögum. Söguþráðurinn er í meginatriðum á þessa leið: Ungur Islendingur heldur til Svíþjóðar og kvænist innfæddri stúlku og ættleiða þau barn. Hann nemur þar málvísindi og tekur að semja doktors- ritgerð en gengur illa vegna þess að hann er alltaf að reyna að finna upp eitthvert áhald sem orðið geti algengt heimilistæki og aflað honum öruggra tekna („litliskattur"). Uppfinningarnar eru heldur fráleitar og eiginkonunni 388
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.