Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 4
Frá ritstjóra Frá og með þessu hefti kemur Tímarit Máls og menningar út í stærra broti en áður og uppsetn- ing efnis er nokkuð breytt frá fyrra horfi. Tíma- ritið hefur orðið vinsæll safngripur í hillum bókmenntamanna og má vera að sumum þyki lítil bót að nýja brotinu. Því er við hæfi að vekja athygli á kostum nýbreytninnar en þeir eru meðal annars: auknir möguleikar í mynd- skreytingum og uppsetningu efnis, hagkvæm- ari prentun og meira lesefni en áður. Er það von mín að þessari nýjung verði vel tekið og að menn láti það ekki skaprauna sér að ný hefti eru ögn hærri í bókahillunni en hin gömlu. *** Undanfarna mánuði hafa verið miklar svipt- ingar í alþjóðamálum. Frelsisalda gengur yfir ríki Austur-Evrópu þar sem fólk hefur ekki notið mál- og ferðafrelsis undanfama áratugi, og hefur verið sagt að nú sé eftirstríðsárunum loks að ljúka. Slökunin milli austurs og vesturs kallar á ný sjónarmið og nýjar vonir. Nú mætti ætla að svigrúm skapist til að takast á við þau tröllauknu vandamál sem bíða mannkynsins: umhverfisspjöll og ástandið í þróunarlöndun- um. í þessu tímaritshefti er birt grein eftir Václav Havel, einn hinna nýju valdamanna í Austur- Evrópu. Vonandi gefur þessi grein lesendum innsýn í þann hugmyndaheim sem býr að baki löngu andófsstarfi handan jámtjaldsins sem nú hefur borið ávöxt. Havel telur að trúin á algild kerfi og vísindalegt skipulag hafi miklu valdið um ógöngur Austurevrópuríkjanna og að sami hugsunarháttur sé ríkjandi á Vesturlöndum. í hans huga eru sósíalismi og auðvaldsskipulag margþvældir orðaleppar úr djúpi fyrri aldar, eins og hann kemst að orði. Líklegt er að frels- isbarátta Austurevrópubúa hræri streng í brjósti allra sem láta sig mannleg kjör ein- hverju varða, hvort sem þeir kenna sig við vinstri eða eitthvað annað. *** Stofnendur Máls og menningar voru vinstri- sinnar og börðust fyrir frelsi í þeim skilningi að þeir vildu brjóta hlekki fátæktarinnar —jafnt andlegrar sem veraldlegrar fátæktar. Að þeirra dómi var þekking forsenda framfara. Þeir voru að sumu leyti upplýsingarmenn: vildu dreifa bóklegum fróðleik sem víðast, ásamt vönd- uðum skáldskap. Þetta er rifjað hér upp af því tilefni að Tímarit Máls og menningar er nú fimmtíu ára sem almennt bókmenntatímarit; en fyrsta árið var það félagsblað þar sem kynntar voru útgáfu- bækur forlagsins. Þegar litið er yfir farinn veg er ekki annað sjá sjá en tímaritið hafi þjónað upphaflegum mark- miðum sínum vel. Kannski er það að einhverju leyti því að þakka að Tímaritið hafði gott veg- amesti í öndverðu: Löngun þeirra manna, sem til þess efndu, til að fræða landslýðinn og kenna honum að meta góðan skáldskap, kenna honum að leita réttar síns og unna frelsinu. ÁS 2 TMM 1990:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.