Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 13
Að minni hyggju er veruleikinn miklu alvarlegri en þetta. Rétt einsog reykháfur- inn sem óhreinkar himininn er ekki ein- vörðungu tæknilegur galli sem tæknin bætir úr né gjald fyrir þægilegra neyslulíf, heldur miklu fremur tákn siðmenningar sem hefur afneitað því altæka, skeytir engu um náttúruheiminn og hefur reglu- boð hans að engu — með hliðstæðum hætti eru alræðisríkin viðvörun um miklu alvarlegri hættu en skynsemishyggja Vesturlanda er reiðubúin að viðurkenna. í raun og veru eru alræðisríkin einsog kúpt- ur gljáflötur lögmálsbundinna afleiðinga hennar. Að vísu mynd í skrípastærð en sýnir hvert hún eiginlega stefnir. Alræðið er einsog rótarskot frá þróun skynsemis- hyggjunnar, afurð útþenslu hennar og við- vörun, og það er lærdómsríkt dæmi um kreppu hennar. Alræðisríkin eru ekki aðeins hættulegir nágrannar, og því síður eru þau framvörð- ur einhverskonar allsherjar framfara í heiminum. Því miður eru þau andstæðan þver: Þau eru framvörður allsherjar kreppu sem herjar á siðmenningu okkar, fyrst þá evrópsku, síðan þá vesturlensku að Ameríku meðtalinni og loks siðmenn- ingu alls heimsins. Alræðiskerfið er einn framtíðarkosturinn sem bíður Vestur- landa. Ekki endilega svo að skilja að einn góðan veðurdag muni alræðisríkin ráðast að Vesturlöndum og leggja þau undir sig, heldur þarf að kafa hér dýpra: Þau sýna það svart á hvítu, hvert „ragnarök hins Alræðiskerfið er einn framtíðarkosturinn sem bíður Vesturlanda. ópersónulega" kunna að leiða, svo notað sé orðalag Belohradskýs. Endirinn verður alger drottnun af hálfu bólgins, nafnlauss og persónuvana skrif- finnskuvalds. Enn er það ekki ábyrgðar- laust, en allt sem kennt verður við samvisku er gersamlega utan starfshátta þess. Valdið byggist á hugmyndafræði- legri grillu sem er hvarvetna nálæg og getur réttlætt hvað sem er án þess að nálg- ast sannleikann nokkum tíma. Valdið er sem heimur eftirlits, kúgunar og ógnar. Það er vald sem tekur hugsun, siðgæði og einkalíf undir ríkið og sviptir það öllu mannlegu yfirbragði. Það er vald sem er löngu hætt að vera mál einhverrar klíku alræðissinnaðra valdstjómenda, heldur nær valdið tökum á fólki og gleypir það með húð og hári, þannig að fólk sam- samar sig valdinu, með þögninni ef ekki vill betur. Valdið er ekki lengur í hendi neinna tiltekinna heldur er það einmitt valdið sem hefur alla í hendi sér. Valdið er skrímsli sem ekki lýtur lengur stjóm mannsins heldur dregur það manninn með „hlutlægum“ skriðþunga sínum á vit ógn- vekjandi, óþekktrar framtíðar (og hlutlæg telst sú hreyfing þar eð hún er laus við alla mannlega mælikvarða og þar með það sem mannlegt vit nær til, andstæð allri skynsemd). Ég endurtek: Þetta er alvarleg viðvörun til siðmenningar samtíðarinnar. Ef til vill eru einhverstaðar hershöfðingjar sem telja að best sé að losa sig við slík stjóm- kerfi og síðan falli allt í Ijúfa löð. Þetta væri skammgóður vermir og líkist því að ólagleg stúlka hyggist losa sig við lýti sín með því að brjóta spegilinn sem minnir hana á ljótleika sinn. „Endanleg lausn“ á borð við þetta er einkennandi fyrir dag- TMM 1990:1 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.