Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 14
drauma persónuvana skynsemi. Sú skyn-
semi — einsog einmitt hugtakið „endan-
leg lausn“ minnir okkur á — á svo
hremmilega auðvelt með að breyta
draumum sínum í veruleika og snúa þann-
ig veruleikanum í martröð. Henni myndi
ekki aðeins mistakast að leysa kreppu nú-
tíðarinnar (ef hún þá skyldi yfirleitt lifa
af), heldur versnaði kreppan að miklum
mun. Við það að bæta nokkrum miljónum
dauðra inn á hart leikinn reikning sið-
menningarinnar mundi ekki verða bund-
inn endi á eðlislæga þróun hennar til
alræðis heldur þvert á móti flýtt fyrir
henni. Það yrði Pyrrhosarsigur því að sig-
urvegaramir mundu að slíkum hildarleik
loknum líkjast andstæðingum sínum meir
en nokkur vill nú viðurkenna eða getur
gert sér í hugarlund. (Lítið dæmi: hvílíkt
ógnargúlag yrði þá ekki að reisa á Vestur-
löndum í nafni föðurlands, lýðræðis,
framfara og heraga handa öllum þeim,
sem af einfeldni, ásetningi, hræðslu eða
léttúð, færðust undan að taka þátt í að-
gerðinni!).
Aldrei hefur verið unnt að vinna bug á
meinsemd með því einu að fjarlægja sjúk-
dómseinkennin. Það verður að nema brott
meinið sjálft.
3
Öðru hverju gefst mér kostur á að ræða
við ýmsa menntamenn frá Vesturlöndum
sem gista land okkar og ráðast í að heim-
sækja nú andófsmann — sumir af sönnum
áhuga, af vilja til að skilja og láta í ljós
samhug sinn, en aðra rekur forvitnin ein:
Jafnframt því að skoða byggingar í gotn-
eskum stíl og frá barokktíma, væri ekki úr
vegi að líta á andófsliðið líka; þetta er það
eina sem getur vakið áhuga ferðamanns í
þessu einstaklega litlausa umhverfi. Sam-
tölin eru yfirleitt afar fræðandi fyrir mig,
ég fæ ýmislegt að vita og öðlast innsýn í
margt.
Einatt er ég spurður í þessum dúr: Hald-
ið þið að þið getið breytt einhverju, þegar
þið eruð svona fáir og hafið engin áhrif?
Eruð þið andvígir sósíalisma eða viljið
þið einungis bæta hann? Fordæmið þið
eða fallist þið á að komið sé fyrir nýjum
stöðvum fyrir Pershing-flugskeyti í Vest-
ur-Evrópu? Hvað getum við gert fyrir
ykkur? Hvað kemur ykkur til að gera það
sem þið gerið, þegar það eina sem þið fáið
í ykkar hlut er ofsóknir og fangelsun, en
enginn sýnilegur árangur? Viljið þið end-
urreisa auðvaldsskipulagið í landinu?
Þessar spumingar em vel meintar, þær
eru sprottnar af vilja til skilnings og þær
sýna að þeir sem spyrja láta veröldina
skipta sig máli, hvemig hún er og hvemig
hún veltist.
Samt er það svo, að þessar og viðlíka
spumingar afhjúpa fyrir mér hvað eftir
annað, hve mikið það er sem menntamenn
Vesturlanda skilja ekki — og að sumu
leyti megna ekki að skilja — af því sem
gerist hér, hvað það er sem við, svonefnd-
ir andófsmenn, berjumst fyrir, og hver
ætlunin er með þessu öllu saman. Tökum
til að mynda spuminguna: „Hvað getum
við gert fyrir ykkur?“ Vitaskuld er það
margt og mikið. Því meiri stuðnings,
áhuga og samhugar sem við njótum frá
frjálst hugsandi fólki í umheiminum, því
minni hætta er á að við lendum í fangelsi
og þvf meiri von er að rödd okkar verði
ekki hrópandans í eyðimörkinni.
En samt — einhverstaðar langt inni í
spurningunni liggur misskilningur. Þegar
öllu er á botninn hvolft, þá er það ekki
12
TMM 1990:1