Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 43
búinn að gera skáldskapnum fullnægjandi
skil, því hann tekur málið aftur upp í
tíundu og síðustu bókinni. Greinargerðin
þar er með nokkuð öðrum hætti. Hún er,
ef svo má segja, heimspekilegri. Platón
byrjar á að rifja upp kenningu sína um að
til sé veruleiki sem sé langtum fullkomn-
ari og sannari en sá sem við skynjum með
skilningarvitunum. Þetta er heimur frum-
myndanna sem svo eru nefndar. Frum-
myndir einar eru sannur veruleiki að dómi
hans, fullkomlega samar við sig og ævar-
andi. í þeim falla saman sýnd og reynd.
Hitt er allt eins konar endurómur frum-
myndanna, iðandi síbylja, óraunveruleg
og ósönn á einhvem hliðstæðan hátt og
skuggar eða óljósar spegilmyndir á vatni
eru í samanburði við hlutina sjálfa. Platón
tekur dæmi af rúmum, sem húsgagna-
smiðir smíða, og af dýrum sem eru verk
náttúrunnar. Húsgagnasmiðirnir smíða
sín rúm með því að líkja eftir frummynd
rúmsins og á einhvem hliðstæðan hátt
vinnur náttúran. En svo eru til rúm sem
finnast á myndum málara, eftirlíkingar af
alvöru rúmum, og hliðstæð þeim eru
skáldverkin, sem eru eftirlíkingar, eink-
um af athöfnum manna. Skáldverk og
listaverk yfirleitt eru þannig eftirlíking
eftirlíkingar. Skáldskapurinn er eidolo-
poiesis, skuggasköpun, sem er, ef svo má
segja, það lægsta af öllu lágu í stigveldi
veruleikans.
í framhaldinu rekur Platón ennfremur
hvemig öll hermilist miði ekki einu sinni
að því að líkja eftir veruleikanum eins og
hann sé, heldur aðeins eins og hann sýnist
vera. Hann segir:
Hugaðu nú að þessu: að hvoru miðar
málaralistin hverju sinni, að líkja eftir
veruleikanum eins og hann er eða
sýndinni eins og hún birtist? Hvort er
hún eftirlíking sannleika eða skugga-
myndar?
Skuggamyndar, svaraði hann. (598
B).
Sama gildir um þær myndir sem skáldin
draga upp af fólki og ríkjum með orðum.
Næst kemur skot á harmleikjaskáldin
og leiðtoga þeirra Hómer, sem Platón
kallar svo. Þessi háðski kafli á að sýna að
skáldin fari fjarri sannleikanum í verkum
sínum (598 D-601 B). Platón bendir á að
samtímamenn séu þakklátir ýmsum mæt-
um fommönnum svo sem lækninum Askl-
epíosi og löggjöfunum Lýkúrgosi og
Sólóni vegna hinna mætu verka þeirra
sem menn njóti enn góðs af. En enginn
þakkar Hómer neitt, segir hann. Engin
nýtileg uppgötvun eða nýmæli í ríkisbú-
skap, hemaði eða siðferði er honum eign-
uð. Þó var hann alltaf að tala um stjórn-
mál, styrjaldir og dygðir og lesti. En þetta
er ekki nema von, segir Platón, því Hómer
hafði ekki hundsvit á neinu af þessu, held-
ur var hann bara eftirherma sem tókst að
búa til trúlega ásýnd sem þó var ekkert
nema sýndin ein.
f lokakaflanum um skáldskapinn viður-
kenna þeir Sókrates og Glákon að mikil
nautn sé að hlýða á skáldskap og að hann
sé á einhvem hátt ómótstæðilegur. Þeir
eru sammála um að eftirsjá sé að honum.
En þetta er ekki nægileg vöm fyrir hann,
nema síður sé: Platón setur fram kenn-
ingu, mjög í ætt við þá sem Freud og aðrir
hafa síðar haldið á loft, að skáldskapurinn
sé eins máttugur og raun ber vitni vegna
þess að hann veiti útrás alls kyns niður-
bældum tilfinningum og þrám. Sókrates
segir:
Þegar hinir bestu menn meðal okkar
TMM 1990:1
41