Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 48
hendingu háð hvort hann segir yfirleitt
satt.
Nú kynnu einhverjir að vilja neita því
að það sé yfirleitt tilgangur skáldskapar
að reyna að sannfæra fólk um eitt eða
annað. List er ekki predikun, segja menn
stundum. Sumir draga líka í efa að til sé
einhver algildur sannleikur, og því sé
heimspekileg viðleitni af því tagi sem
Platón boðar dæmd til að mistakast. Þvert
á móti sé einstaklingsbundin upplifun eini
kosturinn sem í boði sé og sé raunar alls
ekki svo slæmur kostur. Það sem máli
skipti fyrir okkur mennina sé að slík upp-
lifun sé sem auðugust og dýpst, og í því
efni gegni listimar lykilhlutverki. Þessir
tveir punktar, að listin keppi ekki að því
að sannfæra fólk um sannleikann og að
draumurinn um algilt sjónarhom sé tál-
sýn, eru skyldir og styðja vel hvor annan.
Hin platónsku viðbrögð við þessu hygg
ég að séu þau, að spyrja í hverju gildi
skáldskaparins liggi þá, ef skáldin geri
enga kröfu um að miðla neinum sann-
leika. Ég sé fyrir mér þrenns konar svör
við þessu: Fyrst þetta: gildi skáldskap-
arins felst einfaldlega í því að hann er
nautn, hann er skemmtilegur og spenn-
andi. Ágætt, segði Platón þá, þá er allt í
lagi með hann, ef við bara gætum okkar á
því að týna okkur ekki í honum. En ef
skáldskapurinn er bara heillandi skemmt-
un, kynni hann að bæta við, hvað er þá
svona merkilegt við hann? Af hverju er
hann merkilegri en rjúpnaveiðar, til dæm-
is, eða tölvuleikir? Hvað kemur ykkur til
að halda að hann sé þungamiðja menn-
ingarinnar?
I öðru lagi er líklegt að fram kæmi eitt-
hvert svar skáldskapnum til varnar sem
snerist um gildi hans fyrir tilfinningalífið
(eða sjálfsvitundina eða undirvitundina
eða hvaða fín orð önnur menn kjósa að
hafa yfir það). Skáldskapur tjáir einstak-
lingsbundna skynjun og upplifun og talar
því fyrst og fremst til tilfinninganna, ekki
til kaldrar skynsemi og rökvísi. Þetta má
svo útfæra á ýmsa vegu. Ein leið væri að
líta á listina sem tæki til að ræsa fram
bældar tilfinningar, eins konar leysandi
lyf sem notist innvortis í sálinni. Slíkt
viðhorf kemur fram hjá nemanda Platóns,
Aristótelesi,6 og má raunar segja að það
birtist þegar hjá Platóni sjálfum, þótt ekki
vilji hann telja þessa verkan skáldskap-
arins honum til tekna (sbr. s. 39-40 að
ofan). Með hinni miklu útbreiðslu kenn-
inga Freuds á okkar öld hefur þvílík hug-
mynd um listina orðið næsta hvers-
dagsleg. Að líkindum brygðist Platón við
öllum hugmyndum af þessum toga með
því að ítreka það sem við höfðum eftir
honum núna síðast, að öll þessi tilfinn-
ingapæling, sjálfsrýni og upphafning hins
röklausa, sem nú ber mikið á, glepti okkur
frá verðugri hlutum og sé á endanum bara
ein mynd nautnaviðhorfsins til listarinnar
sem áður var nefnt. Þegar véfréttin í Delf-
um sagði „Þekktu sjálfan þig!“, átti hún
síst af öllu við þetta.
í þriðja lagi, býst ég við að skáld al-
mennt uni því ekki að athuguðu máli að
skáldskapur þeirra hafi ekkert með sann-
leikann og miðlun hans að gera, þótt mér
virðist afstaða skálda og bókmennta-
manna nú á dögum oft fremur óskýr og
blendin að þessu leyti. En flest skáld
munu líklega fallast á svofellda rökhendu
— ekki bara tilneydd vegna ágengni
heimspekinga, heldur hafa þau flest hugs-
að eitthvað svipað sjálf: Alvarlegur skáld-
skapur segir eitthvað sem skiptir máli;
46
TMM 1990:1