Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 50
ræðu með annarri, sem hefði getað hljóð-
að eitthvað á þessa leið:
„Þú misskilur mig alveg, minn kæri. Á
endanum snýst málið ekki um búninginn
sem menn íklæða hugsun sína, heldur um
það hvað þeir eru að reyna að gera og
hvernig þeir hugsa það. Ef skáldin hafa að
leiðarljósi einhverja hugmynd um skáld-
skap sem sjálfstætt svið sem lýtur alveg
sínum eigin leikreglum, þá hafa þau þar
með skipað leitinni að hinu raunverulega
og sanna í annað sæti eða þriðja sæti, ef
ekki vísað henni á bug og gert hana útlæga
úr sál sinni. Þar með hafa þau líka gengist
blekkingunni á hönd. Góð list getur verið
eins konar ímynd eða eftirlíking hins
góða. Þess vegna blekkir hún jafnvel
skynugasta fólk og fær það til að hætta að
reyna að bæta sig. Það má kalla hana
helgispjöll. Ef þú trúir á guðina, hvað sem
þeir nú kunna að vera, þá veistu að krafa
þeirra er hrein og skilyrðislaus. Hún er
hið mesta í heimi. Þetta er líkt og þegar
íþróttamaður á Leikunum neytir allrar
orku sinnar, svo að hann hættir næstum
lífi sínu. Listin mildar kröfu guðanna.
Hún breiðir áferðarfallega blæju yfir
þessa hræðilegu hinstu kröfu, þessa end-
anlegu ummyndun í hið góða, þetta loka-
skref sem virðist næstum ómögulegt að
stíga en allt mannlegt líf snýst þó í raun-
inni um.“9
1. Ritgerð þessi er að stofni til erindi sem var flutt
hjá Félagi áhugamanna um bókmenntir 4. mars
1989. Ég hef þegið góðar ábendingar frá þeim
kollegum mínum og vinum Gunnari Harðarsyni,
Vilhjálmi Árnasyni og Þorsteini Gylfasyni.
Kristjáni Ámasyni vil ég þakka leiðsögn um
bókmenntaleg efni frá fomu fari og rökræður um
þau og heimspeki fram á þennan dag. Ég sé, eftir
að þetta er skrifað, að hann á talsverða hlutdeild
í þessum hugleiðingum þótt óbeint sé og þótt
skoðanir hans sjálfs séu ef til lítt bomar fram.
2. Sjá einkum 398 A-B; 595 A; 607 D-608 B.
3. Platón gerir greinarmun á þremur höfuðmynd-
um skáldskaparræðu: (1) hermiskáldskapur eða
túlkun (mimesis), þar sem persónumar tala í
fyrstu persónu; leikrit, bæði harmleikir og skop-
leikir, eru dæmi um hreinan hermiskáldskap; (2)
lýsing eða frásögn (diegesis), þar sem skáldið
talar í eigin nafni eins og tíðast er í lýrískum
skáldskap; (3) blanda af hermiskáldskap og lýs-
ingu, en bestu dæmin um það eru söguljóð eins
og kviður Hómers (392 C-398 B).
4. Erfitt er að túlka mál Platóns um þetta svo að
það verði fyllilega sjálfu sér samkvæmt: annars
vegar virðist hann leyfa í 3. bók vissan hermi-
skáldskap, þar sem góðum mönnum eru lögð orð
beint í munn af skilningi; hins vegar segir hann
í 10. bók, 595 A, að allur hermiskáldskapur hafi
verið gerður útlægur, og er þar bersýnilega að
vísa til þess sem kemur fram í 3. bók. Vera má
að í 10. bók sé orðið „hermiskáldskapur" notað
í svolítið annarri merkingu en í 3. bók. Sjá R.
Cross og A. D. Woozley, Plato’s Republic: A
Philosophical Commentary, St. Martin’s Press:
New York, 1964, s. 270-88.
5. Þetta er höfuðatriði í stórsnjöllu riti Iris Mur-
doch um skoðanir Platóns á skáldskap, The Fire
and the Sun: Why Plato Banished the Artists,
Clarendon Press: Oxford, 1977.
6. Sjá Um skáldskaparlistina 1449b. Ritið hefur
birst á íslensku í þýðingu Kristjáns Ámasonar
(Hið íslenska bókmenntafélag: Reykjavík,
1976), sem einnig ritar inngang. Þar er fjallað
um útrásarhugtak Aristótelesar og um fleiri efni
sem hér eru á dagskrá.
7. Sjá t.d. áðumefndan inngang Kristjáns Ámason-
ar að Um skáldskaparlistina, s. 26-27.
8. Afstæðishyggja af þessu tagi tekur á sig ýmsar
myndir. Til dæmis má gera greinarmun á af-
stæðishyggju sem heldur fram að sannleikurinn
(og þar með veruleikinn) sé afstæður miðað við
einstaklinga og afstæðishyggju sem miðast við
menningu eða svonefnda reynsluheima, t.d.
kvenna, sjómanna, Selfyssinga eða vestrænna
manna yfirleitt. Svo að dæmi sé tekið úr nýlegri
bókmenntaumræðu á íslandi, virðist mér Ást-
ráður Eysteinsson fara nærri því að boða ein-
hvers konar afstæðishyggju um sannleikann í
„Erekki nóg að lífið sé flókið?“, TMM 3/87 (sjá
einkum s. 316-17). Afstæðishyggjan hér er að
vísu milduð með því að gera ráð fyrir sjálf-
stæðum en óþekkjanlegum ytri og innri veru-
leika.
9. Þessi síðasta ræða Platóns er að talsverðu leyti
byggð á máli hans hjá Iris Murdoch, Acastos:
Two Platonic Dialogues, Penguin Books:
Hammondsworth, Middlesex, England.
48
TMM 1990:1