Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 51
„Hvar er mitt vor?“
Dagbókarbrot frá Reykjahæli
Sönn orð eru börn jarðar. Og þegar þau hljóma úr hugarheimi barns dimmir
þau enginn efi.
I rúmlega þrjátíu ár hefur tvíbrotið pappaspjald staðið hjá mér milli bóka,
og milli spjaldanna dagbókarslitur 13 til 14 ára telpu sem grúfði sig yfir hana
íleyndum á berklahœlinu íHveragerði, á árunum 1937-38. Það var á árunum
þegar hvíti dauðinn reis eins og ísveggur á aðra hönd hér á landi, en hrjúfur
klettur kreppu ogfátæktar á hina. Mér áskotnaðist þetta nafnlaust eitt sinnið
þegar ég sá um árlegar útvarpsdagskrár Sambands íslenzkra berklasjúklinga.
Það barst mér með öðrum gögnum; ég notaði brot úr því, sem Anna Krisrín
Þórarinsdóttir las fyrir mig, og hafi ég œtlað að skila því, var viðtakandinn
enginn. Né höfundur. Síðan hef ég stundum litið í þetta og jafnan undrazt;
stundum dottið í hug Gorkí, stundum Nexö, stundum telpan Anna Frank. Svo
ósvikið er það sem þar stendur.
Nú vil ég ekki eiga þetta einn lengur. Og nú hefég loksins grafizt fyrir um
höfundinn, telpuna, veika, sem horfði svo opineyg framan í hina löngu og
viðburðasnauðu daga. „Koma lœstir dagar / lyklinum hefur verið týnt“, segir
þessi telpa síðar í einu Ijóðabókinni sem hún hefur látiðfrá sérfara. Og rétt
eins og húnfaldi þessi blöð sín þá, svofelur hún sig enn á bak við þau. „Ég
vil kveðja eins og ég kom,“ segir hún. „Nafnlaus. “
Engu er breytt íþvísem hér er birt. Orðin eru eintal ungs hugar íþrengslum
sjúkdóms og tíma. Þau eru börn hrjóstrugrar og vorkaldrar jarðar.
Bj.Th.Bj.
TMM 1990:1
49