Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 53
Annars er hann besti maður, hann meinar ekkert með þessu. Samt finnst mér hann ætti ekki að vera að því. Það minnir svo á, að ég skeri mig úr þeim hópi sem ég á að fylgja, sé boðflenna í hópi fullorðna fólksins, það þykir ekki kurteisi að vera boðflenna. Nú koma fréttir. Artúr Gúkk kom hingað og talaði, ekki nóg með það, heldur söng hann líka marga sálma. Hann er ekki nokkur söngmaður. Það sagði hann líka sjálfur. En hann talaði bara frjálsmannlega og hressilega. Þrátt fyrir þessa kosti talaði hann um það sama og hinir allir. Um það að guð legði þessa byrði á okkur, ekki til þess að kvelja, heldur til að styrkja og vísa á rétta leið. Erum við þá svona rammvillt? Hvaða rétta leið ætli að finnist í margra ára veikindastríði? Og þar á ofan þrá og von um heilbrigt líf og starfsamt. Að menn sem ekki þekkja til þessa lífs nema af afspum, skuli leyfa sér að koma og standa frammi fyrir þessum þjáðu manneskjum, og hvetja þær til að búast af rósemi við dauða sínum, og vera guði almáttugum þakklátar fyrir veikindin og baslið, og óska jafnvel eftir meiru. Og svo segja þeir dæmisögur á dæmisögur ofan, af ungu fólki sem þeir þekktu sjálfir, af ungum stúlkum og ungum mömmum. Maður forðast að líta í andlit fólksins, þar gæti leynst háðsk lítilsvirðing, sérstaklega þegar reynslulisti sagnanna er borinn saman við margt sem þekkist hér. Ég trúi ekki þessum dæmisögum, þeir hljóta að hafa lesið þær í vitlausum bókum. Með karlinum var prestur, hann las stutta bæn. Þegar ég heyrði röddina fór ég að skoða manninn. Hann var lítill maður og grannur, svarthærður með svart alskegg sem fór fölu andlitinu mjög vel, augun dökk og ennið stórt og bjart. Þetta var nokkur uppbót á allan vaðalinn. En hendurnar á prestinum horfði ég þó lengst á, þær voru svo magrar, ég held þær hafi hlotið að vera mjög kaldar. Svo útbýtti Gúkk nokkrum pésum til að reyna að kristna þessa aumingja, og bað meira að segja um að pésamir yrðu sendir heim á heimilin. Svo fór TMM 1990:1 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.