Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 54
hann að flýta sér, hann þurfti að vera kominn upp í Hreppa um áttaleytið. Samt
gat hann ekki stillt sig um að ganga með áskriftalista að kristilegu blaði,
Norðurljósið held ég. Einhverja of góða fékk hann.
9. ágúst, mánudagur
Þá skeður ekkert merkilegt, hann er eins og aðrir viðburðalausir dagar. Emma
og Leó eru úti og stundum inni í dagstofu. Ég heyri hlátra inn til mín. Hvað
það er skrýtið að vera svona einn.
Svo kemur kvöld og nóttin. Emma býður mér góða nótt með kossi, svo eru
ljósin slökkt og nóttin er alveg komin, þá er kannski fyrst eins og maður sé
alveg einn.
Þá er þriðjudagurinn búinn að hlamma sér upp á
himininn. Ég er að frískast. Það hefur ekkert
merkilegt skeð ennþá. Ég er að spekúlera í hvort ég
eigi ekki að stelast fram og líta á spilafuglana mína.
Nú er ég búin að því, og líst vel á, það liggur vel á
þeim, þeir hlæja og láta öllum illum látum, alveg
eins og spilafuglar eiga að gera. Það er svo sem
ekkert meir.
11. ágúst, miðvikudagur
Ekkert hefur skeð enn sem komið er, annað en það að ég seldi garn sem ég
átti af peysu sem ég prjónaði, og er að hekla bamahúfu úr því.
Það er verið að jarða Jón Ólafsson í útvarpinu. Það er eins og aldrei deyi
nema söguhetjur. Annað hvort er það svoleiðis að aldrei deyr nema besta
fólkið eða þá að allir eru mikið betri en ég. Ég finn að ekkert af lofi prestsins
mundi eiga við mig. Það er ég viss um að þegar ég verð jörðuð verður
presturinn í vandræðum með efnið í líkræðuna. Það eina góða sem má með
sanni segja um mig, er það að ég er prjónakona af guðs náð, allt annað er
52
TMM 1990:1