Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 55
blandið, og allir geta séð hvemig sú dyggð tæki sig út í líkræðu. Mikið vildi
ég gefa til þess að fá að heyra ræðuna prestsins þegar ég verð jörðuð.
Ég skil ekki sjálfa mig. Mér finnst ekki að guð sé til, ekki bara stundum,
heldur alltaf, nærri því.
Einstöku sinnum held ég að hann sé til, og hljóti að heyra til mín ef ég bið
hann af öllu hjarta. En af hverju veitir hann mér aldrei neina bón, þó að það
sé ekkert ljótt í henni? Ég veit, þá er farið að grandskoða tilganginn. En bón
er bón, ég sé ekki betur en faðirvorið sé eigingjöm bæn, gef oss í dag vort
daglegt brauð, það hefur komið fyrir að ég hef gefið skít í það, og samt aldrei
hlotið bænheyrslu, að minnsta kosti ekki svo ég muni.
Fótaferðin sem ekki er leyfð er lang sætust. Ég fór fram í borðstofu, þar
var verið að spila lander: Gunnlaugur, Þórhallur, Magga Guðmunds, Bjössi
Magg og Kristján spiluðu. Gunnlaugur stóð upp með 8 eldspýtustokka í gróða,
Þórhallur með 9 og 4 í láni, þar fóru bitin upp í 385. En í öðru holli spiluðu
þau Ragna Helga, Aðalsteinn, Guðmundur Ólafs, Ingólfur Kárason og Ás-
mundur, þar stigu bitin upp í 700. Þetta er nú glæfralegt.
1938
21. febrúar
Mánudagur er þekktur að því að safna leiðindum tveggja daga, þar sem
sunnudagur bróðir hans er betri í sér. Ég finn það nú að það var merkisvið-
burður að fjallið var opnað á föstudaginn. Nú er átta manns komið í bæinn.
Heiða er mikið veik. Ég sit í borðstofunni núna, þrjú borð eru upptekin af
spilamönnum, þeir spila lander, það eru stundum 40-50 stokkar í borði.
Það er ekkert sérkennilegt við þá, ekkert fallegt, ekkert ljótt. Engin hugsun
virðist vera í andlitum þeirra. Þeir virðast halda á spilunum án þess að taka
eftir því, og spila af gömlum vana, hlæja af því að þeir eru alltaf að reyna að
hlæja og hjálpa hver öðrum að halda reikninginn vegna þess að það tilheyrir
spilinu. Eins og álagaböm. Illar nomir hafa reiðst þeim og lagt það á að þeir
TMM 1990:1
53