Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 63
Sólveig Einarsdóttir Ein á báti Saga Þau sátu tvö í bátnum. Gráir kólgubakkar þöktu himininn. Allt umhverfis þau voru trén sem eitt sinn mynduðu stóran, grænan skóg, nú grá, hvít, dauð. Þau voru umkringd dauðum trjám. Nokkur þeirra rugguðu til í golunni og myndu falla með tíð og tíma. Vatnið var grátt og hún kveið því að hann færi að rigna. Trén vou eins og hróp til himins, teygðu kræklótta arma upp í loftið. Þau höfðu setið í tvo tíma en ekkert fengið. Hann hafði tvær veiðistangir úti. Svipur hans var alvarlegur, strangur. Hún mundi ekki alveg hvenær hann hafði síðast brosað, vildi ekki muna það. Eiginlega brosti hann örsjaldan, en stundum myndaðist einhver gretta í munnvikunum sem einhverjir myndu kalla glott, bros var það áreiðanlega ekki. í fjarska glitti í ströndina. Þau voru alein í þessari undarlegu veröld. Innra með henni barðist örvæntingin og vonbrigðin. Hvers vegna gat hún aldrei lært þessa hluti sem hann sagðist vilja kenna henni? En hann kenndi ekki. Hann sagði: „Gerðu þetta, kona. Bittu bátinn við tréð þama.“ Hún mundi vel hve erfitt það hafði verið fyrstu skiptin, áður en hún vandist bátnum og meðan hún var hrædd. Smátt og smátt hafði hún komist upp á lagið með að halda um tréð með annarri hendi og bregða lykkju um grein eða stofn með hinni og binda síðan. Aldrei hafði honum dottið í hug að kaupa veiðileyfi handa henni. Ekki að hana fýsti að reyna að fiska en það væri þó skemmtilegra en bara sitja si svona og hugsa. Sökkva sér niður í hyldýpi hugsanaóra. Hún gæti jafnvel haft heppnina með sér og veitt einn stóran. Reyndar þorði hún tæplega að hugsa lengra. Hvemig myndi honum líka það? Hann gæti þó alténd montað sig af því að hún hefði veitt þann stóra. Af hverju ekki? Hann sem var svo klókur TMM 1990:1 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.