Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 70
Hann er déjá vu um minningar og kenndir. Samfélagið ólgar af harmsögum eða bara sögum og rithöfundamir grípa þær og spinna þær áfram og fella þær í heild sem er sjálfstæður heimur. Og meðan skáldið skáldar og rithöfundurinn spinnur sögu- þráð sinn liggur það einhvern veginn í eðli þessarar iðju að skapandinn tekur að efast um allt sem hann hefur fyrir satt, í höfði hans geisa stöðugir málfundir og reiptog ólíkra viðhorfa og niðurstöður gærdagsins reynast hafa verið hillingar morgundagsins og goðsagnirnar gufa upp því þær voru ekki annað en sögur til að oma sér við. Hvað sem líður ný-nýrýni þeirra sem líta á bókmenntir eins og nokkurs konar afskorin blóm þá skiptir það máli fyrir skáldskapinn hvernig samfélaginu líður. Og því líður illa. Þessi sífelldi efi um sjálfsvitund og samfélagsvitund sem skáldum er inngróinn magnast einmitt núna af öllum ytri aðstæðum, einmitt þessi árin. Allt ýtir undir kvíða og óvissu og gmn um yfirvofandi ósköp. Stéttimar fjarlægjast. Eignalausir lukkuriddarar láta greipar sópa um peningastofnanir landsins sem sýnist stjórnað af einhvers Hvað sem líður ný-nýrýni. . . skiptir það máli fyrir skáld- skapinn hvernig samfélaginu líður. Og því líður illa. konar fjárhættuspilurum og mál glæfra- manna eru þæfð fram og aftur í dómskerf- inu árum saman — komist þau þangað. Manni er talin trú um að ekki sé arðbært að framleiða nokkurn skapaðan hlut á öllu 68 landinu. Stjómmálaflokkamir sem þjóð- inni er boðið upp á eru nokkrar útgáfur af sama úrelta framagosaflokknum og and- ófsflokkur femínista sem glatar eðli sínu ef hann gengur inn í kerfið og mun því aldrei hafa nema óbein áhrif á það, og hvað sem þú kýst veistu að það gerist aldrei neitt, nema þetta eitt: það bitnar á þér. Reykjavík er að verða staður sem enginn þekkir almennilega lengur. Hvaða þjóð er aftur þessir íslendingar sem eru víst í nokkrum eintökum enn þama úti á landi? Fólk skuldar meira en það fékk lánað á þeim dögum þegar það lét Sjálf- stæðisflokkinn telja sér trú um að hér ríkti góðæri annarra en þeirra sem seldu vam- inginn. Sumir bugast. Allt í kringum okkur er óvissa. Næstu ár eru bara eitthvað hvítt þar sem við grillum engar útlínur. Öld núllsins er runnin upp, núllspekinnar og núlllausn- Allt í kringum okkur er óvissa. Nœstu ár eru bara eitthvað hvítt þar sem við grillum engar útlínur. Öld núllsins er runnin upp . . . anna. Manni er sagt að ekki sé hafinn áratugur enn heldur ríki núllástand og tómarúm í tímamálunum. Efnahagsvand- inn skal leystur með núlllausn og allt á að byrja upp á nýtt með tilheyrandi havaríi. Skipan Evrópu færist í sama horf og var áður en heimstyrjaldahönnuðimir hófust handa við landakortaleiki sína. Eðlisfræði dagsins kennir okkur að kaosið sé grunn- lögmál tilverunnar, að smæstu eindir hennar séu bara í einhverju rugli sem TMM 1990:1 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.