Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 71
maðurinn geti aldrei fengið neinn botn í. Sósíalismi? Enn ein grillan frá 19. öld þegar menn ortu um fallega hluti. Stjömu- speki? Hví ekki það, varla er hún verri en ismar vísindahyggjunnar úr því að kaosið er hvort sem er grunnlögmál tilverunnar og menn geta aldrei komið reglu á hana — bráðum fara menn sjálfsagt að spá í innyfli fugla . . . „Umræðan“ sem fram fór í tímaritum og háskólum og í listaverkum síðasta ára- tugar fólst í merkingarlegum nihilisma, upplausn og afbyggingu, niðurbroti, eða hvað við viljum kalla dekonstrúksjón — hún fólst að minnsta kosti í því að tæta í sundur og greina í hel ólíka orðræðuhætti, leika sér með kerfin, skella þeim í tölvu og fíflast með þau og aðeins upphafs- mennimir mundu til hvers — og allt var það sennilega maklegt því vestræn sið- menning og vestræn hugsun hefur með sínum gáfulegu orsökum og afleiðingum og óhrekjanlegu niðurstöðum skilið eftir sig sviðna jörð. Guð er ekki einu sinni til umræðu. Sósíalisminn er einhver harð- læst hurð. Kapítalisminn er tryllt framboð og eftirspurn með eftirgangsmunum. Sósíaldemókratían samþykkt með sem- ingi en einhvem veginn innilega mikil andstæða eldmóðs og hugsjóna. Við mun- um aldrei heyra fréttir á borð við: öfga- sinnaðir sósíaldemókratar rændu í gær farþegaskipi til að leggja áherslu á kröfur sínar um kaupleiguíbúðir . . . Listin varð á síðasta áratug að glanna- legu ívitnanasukki. „Sniðugt“ var orðið, „gaman að þessu“. Ef þú málaðir ekki með glotti út í annað varstu einfeldningur. Ef þú skopstældir ekki að minnsta kosti þrjár bókmenntastíltegundir varstu skussi eða jafnvel einlægur. Komment um komment um komment var málið. Textar sem spruttu af textum. Inntak sem fólst í inntaki sem fólst í kommenti sem fólst í kommenti um útúrsnúning meiningar. Neðanmálsgreinar við list sem var, meðan mönnum lá eitthvað á hjarta, bókmenntir sem voru eins og maðkamor á dauðum höfundinum. Og allt voru þetta viðbrögð við ránshendi auglýsingamarkaðarins sem blés burtu öllu inntaki klassíkurinnar Listin varð á síðasta áratug að glannalegu ívitnanasukki Og allt voru þetta viðbrögð við ránshendi auglýsinga- markaðarins . . . og menningararfsins og yfirleitt þess sem hafði verið háleitt hugsað, gerði dömu- bindi að inntaki Verdis, tengdi Michel- angelo tannlími. Og þetta var ansi sniðugt. Þetta var ansi fágað. Þetta var allt svo ansi kankvíst. ■ Og einhvem veginn erum við núna þeg- ar í hönd fer síðasti áratugur aldarinnar ósegjanlega þreytt á öllum þessum dár- skap listarinnar, allri þessari afþreyingu sjónvarpsins, þessu eilífa andlega gott- erísáti fjöldamenningarinnar. Samt er það rétt að byrja. *** Töfraraunsæi er sennilega það orð sem oftast hefur verið notað til að auðkenna bókmenntir síðasta áratugar. Það fólst stundum í nokkurs konar álfaskrauti utan á römmu félagslegu raunsæi. Oftar fólst það þó í tilhneigingu til að magna upp TMM 1990:1 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.