Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 84
undanþegnar virðisaukaskatti og þegar þetta er skrifað virðast góðar líkur á að svo verði innan tíðar. En engar úrbætur komast nokkurn tíma til framkvæmda nema rithöfundar hristi sjálfir af sér slenið. Frumkvæðið verður að koma frá þeim. Og þá á ég ekki aðeins við bama- og unglingabókahöfundana, heldur hina líka. Bókmenntauppeldi ungu kynslóðarinnar snertir að sjálfsögðu ekki síður hagsmuni fullorðinshöfunda. Og með því að vanrækja það uppeldi er sögu- þjóðin að höggva á sínar eigin rætur. Að lokum þetta: Til að skilja undirrót þess virðingarleysis sem ríkir í garð bama- og unglingabókmennta á Islandi verður að skoða það í samhengi við stöðu bamanna sjálfra í þjóðfélaginu. Það ríkir nefnilega mikil hræsni í garð barna á Is- landi. Annars vegar er sú stefna í orði að allt skuli gera fyrir blessuð bömin, ekkert sé þeim nógu gott. Við íslendingar teljum okkur vera barngóða þjóð. En þegar að- stæður bamanna eru skoðaðar kemur allt annað í ljós. Vinnuálag foreldra er al- mennt svo gífurlegt að bömin eru eins og gestir á heimilum sínum. Frá unga aldri er þeim þvælt milli staða, böm einstæðu for- eldranna eru gjaman á dagheimilum 9-10 klukkustundir á dag, þar sem fjárhagurinn er rýr, bömin of mörg, uppeldisaðstæður verri en skyldi. Böm giftra foreldra, sem ekki fá pláss á dagheimilum, eru oft á tveimur eða þremur stöðum yfir daginn. Þegar börnin koma á skólaaldur eru þau mestan hluta dagsins í reiðileysi, skóla- ✓ Við Islendingar teljum okkur vera barngóða þjóð. En þegar aðstœður barnanna eru skoðaðar kemur allt annað í Ijós. dagurinn er alltof stuttur og skóladag- heimilin rúma aðeins brotabrot þeirra bama sem þurfa á athvarfi að halda utan skólatíma. Það er mjög algengt að böm allt frá sex ára aldri hafi engan fullorðinn til að leita til meirihluta dagsins. Og við þetta gera foreldrar furðulitlar athuga- semdir, að minnsta kosti á opinberum vettvangi. Á íslandi á sem sagt allt að gera fyrir bömin, nema það sem kostar tíma, peninga og fyrirhöfn. Þegar frumþarfir bama njóta svona lít- illar umhyggju af hálfu hinna fullorðnu, hvers er þá að vænta þegar menning þeirra er annars vegar? Róttæk viðhorfsbreyting í garð bamabókmennta er því í rauninni fyrst og fremst háð því skilyrði að íslend- ingar fari almennt að sinna bömum sínum af meiri kærleika og skilningi. Unnið upp úr erindi sem höfundur hélt á málþingi norrænna barna- og unglinga- bókahöfunda í Finnlandi 1. september 1989. 82 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.