Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 102
á Stjörnufræði Ursins er prentuð hér. Að vísu er hætt við að fræðin sjálf séu nokkuð farin að gamlast, en þýðingin er í raun merkur áfangi í viðleitni Jónasar og samtímamanna til að marka nýja málstefnu af þeim metnaði sem við búum að enn í dag. Eins og fyrr var ýjað að, er mikill fengur að skýringum og ágætum ritgerðum náttúru- fræðinganna Amþórs Garðarssonar og Sig- urðar Steinþórssonar í IV. bindi. Einkum þykir mér ritgerð Sigurðar prýðilega samin. Það er fróðlegt að sjá hvar Jónas var staddur, miðað við sinn tíma, í þeim fræðum sem hann sinnti mest. Ágæt hugmynd var líka að fá lækni til að gera grein fyrir því sem vitað er um dánarorsök Jónasar. Það sem áður hefur verið skrifað er ekki jafnaðgengilegt, enda er þessi greinargerð nú prentuð við hliðina á krufningarskýrslu Friðriksspítala í Kaup- mannahöfn þar sem Jónas dó. Þorgeir Þor- geirsson gefur skýr og vafningalaus svör: Jónas Hallgrímsson dó úr lungnabólgu. Dálítið hefur hér verið tínt saman af um- mælum samtímamanna Jónasar um hann, birtir vitnisburðir og aðrar frumheimildir og gerð nokkuð nákvæm skrá um æviatriði í tímaröð. Allt er þetta prentað í upphafi IV. bindis. (Enga greinargerð er þó að finna um epílóg frá þessari öld, enda segir mér ágætur danskur fræðimaður, sem rannsakað hefur málið, að litlar líkur séu til að það hafi verið bein Jónasar sem flutt voru til íslands. En ekki hefur hann birt rök sín á prenti, því miður). En ásamt ritgerðum náttúrufræðinganna vek- ur þetta efni vitaskuld spurninguna: hvar er ritgerðin eða ritgerðirnar um skáldskap Jón- asar og ævi hans? Þar hefði átt að vera færi fyrir ritstjórana að bæta verulega við eldri verk. Á hinn bóginn verður að viðurkenna að þeir hafa haft mjög nauman tíma til að ljúka verki sínu og leggja með því grunn að rann- sóknum á skáldskap Jónasar. Þessi fallega útgáfa verður vonandi svo mikil uppörvun fyrir þá sem langar að glíma við Jónas að ekki verði langt að bíða þeirra ritgerða, sem sakna má hér, og margra fleiri. Frekar finnst mér ástæða til að undrast að ekki skuli vera hér að finna neina skrá um það sem ritað hefur verið um Jónas. Hún hefði sjálfsagt orðið býsna löng, ef allt hefði verið talið, en hvort heldur hefði verið, tæmandi bókaskrá eða allrækileg, valin bókaskrá, hefði hún verið til mikils gagns fyrir þá sem ætla að rannsaka verk Jónasar eða ævisögu. Ekki má láta sér sjást yfir að margvíslegar ábendingar um túlkun og skilning á kvæðum Jónasar er að finna í skýringum. Skýringar við I. bindi, Ljóð og lausamál, eru hátt á annað hundrað blaðsíður, og er þar dregið saman flest það sem vitað er um tildrög kvæða og annarra texta, gerð grein fyrir varð- veislu og orðamun, auk skýringa á einstökum orðum. Þessu til viðbótar eru svo ýmsar ábendingar um lestur kvæðanna sem eru góðra gjalda verðar og bæta svolítið úr vönt- un á ritgerð um skáldskap Jónasar. Slíkt efni virðist reyndar vera í nokkuð miklum mæli prjónað af fingrum fram, og athugasemdir um einstök atriði koma vitaskuld aldrei í staðinn fyrir könnun út frá einhverju heildarsjónar- miði. Við ber að manni virðist spjallið í skýring- unum óþarflega langort og ónákvæmt þannig að athugasemdir verði gagnslitlar eða gagns- minni en þær gætu verið ef gengið væri nær textanum. I skýringum við „Söknuður" segir t.d.: „Áberandi er að J. virðist hallur undir ljóðahátt þegar kemur að ástakvæðum og styðst í því við nokkuð sterka íslenska hefð.“ Áhugavert, hugsar lesandi, hvaða dæmi skyldi útgefandi hafa í huga? En við því fæst ekkert svar. Hvaða eldri skáldskap er átt við? Skýrandi heldur hins vegar áfram og tengir þá við seinni kvæði Jónasar: „Það má greina viss líkindi með t.d. síðasta erindi Saknaðar og niðurlagi Ferðaloka.“ Síðan er lagt út af þessu án þess að lesandi verði miklu nær. Hér hefði verið hægt að örva lesendur til eigin athugana með því að benda á að í nær hverri vísu „Saknaðar" (sú næstsíðasta er undantekning) 100 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.