Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 6
komnar til og skipaferðir voru strjálar á milli íslands og Ameríku. Ef einhver ætt- ingi heima dó var náttúrlega sent skeyti til Ameríku, en annars komu fréttimar í bréf- um sem gátu verið lengi á leiðinni. Tengslin við ísland voru þannig slitrótt, en sumir innflytjendumir af eldri kynslóðinni festu aldrei rætur í nýja landinu og lærðu aldrei ensku. Ég reyni að lýsa þessu meðal annars í einni af smásögunum í Undir eldfjalli. Fjölskyldan flutti svo tilbaka til Islands frá Kanada á stríðsámnum. Við fluttum okkur nær stríðinu ef svo mætti að orði komast. Þetta var ákvörðun foreldra minna. Ég held að faðir minn hefði ekki getað hugsað sér að lifa og starfa annars staðar en á íslandi þegar til lengdar lét. Við fluttum heim árið 1940. Ég var tíu ára gömul og talaði enga íslensku. —Fyrsta málþitt erþá írauninni enska? — Ég myndi heldur segja að ég hefði verið tvítyngd þegar ég var tíu ára. En hluti af þeirri málakunnáttu sem böm fá úr mál- umhverfi sínu án þess að vita af því, hefur aldrei orðið ósjálfráður eða sjálfsagður fyr- ir mig. Ég man til dæmis bamagælur á ensku og ég byrja alltaf að hjakka í stafróf- inu þegar ég kem að íslensku bókstöfunum í lokin. Auk málaörðugleikanna vomm við syst- kinin eins og útlendingar til fara. Við vökt- um mikla athygli í skólanum til að byrja með. Þetta var erfiður tími. Það eina sem ég þráði var að verða eins mikill íslendingur og hægt var, eins fljótt og ég gat. Faðir minn elskaði allt sem íslenskt var, hann var bókhneigður, víðlesinn og áhuga- maður bæði um sögu og menningu þjóðar- innar. Mér þótti mjög vænt um hann og vildi gera honum allt til hæfis. Ég var afskaplega þjóðemissinnaður unglingur og ég man vel Systumar Svava (t.v.) og Guðrún Sigríður ásamt Þóru móður sinni árið 1944. eftir 17. júní 1944, lýðveldishátíðinni. Ég var á Þingvöllum eins og allir hinir og það var hátíðleg stund. Við unga fólkið ætluð- um að rifna af stolti. Við áttum að erfa þetta frábæra land og allt það. En það leið ekki langur tími áður en mér fór að skiljast að sumu af þessu unga fólki var ætlað að erfa meira af landinu en öðmm, að það vom ekki bara „við íslendingar“ andspænis öllum hinum, heldur var ís- lenska þjóðin klofin í fylkingar með and- stæða hagsmuni vegna stéttar og kyns. íslensk bókmenntahefö — Þú lagðir stund á bókmenntafrœði í há- skóla, var það ekki? — Jú, ég las enskar og amerískar bók- menntir í Bandaríkjunum ásamt fomensku og miðaldabókmenntum, á árunum 1950- 1952. íslenskar fombókmenntir las ég svo áfram í Oxford 1952-1953. Ég var byrjuð í doktorsnámi og ætlaði að skrifa um íslendingaþættina í Morkin- skinnu undir leiðsögn prófessors Turville- 4 TMM 1990:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.