Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 13
held að ástin geri þær kröfur til fólks að það hafi sterka sjálfsvitund og viti hvað það vill gefa og hverju það getur tekið á móti. — Það eru harðar kröfur. — Já, það eru mjög harðar kröfur, mjög harðar. Það þarf sterka einstaklinga til að geta elskað skilyrðislaust. An skilmála, án kaupskapar. Aðeins fólk sem sjálft er fullt af ást getur gefið og tekið á móti slíkri ást frá öðrum. —En þessi skilningur á ástinni gerir ekki ráð fyrir að valdabarátta og eignaréttur geti mengað ástina. Þú talar út frá því að báðir aðilar vilji vera gerendur og þolend- ur hvor annars á víxl. En hvað gerist ef enginn vill vera viðfang hins? I Gunnlaðar sögu elskar til dœmis móðirin dótturina á sinn hátt, en hún er alltaf að reyna að ná valdi yfir henni, brjóta sjálfstæði hennar, gera hana að sjálfri sér. — Er þetta ekki kjaminn í venjulegu, borgaralegu bamauppeldi? Ást móðurinnar á dótturinni er sliguð af hefðum og vænt- ingum sem hún hefur eiginlega aldrei dreg- ið í efa fyrr en allt fer úrskeiðis. I skáld- sögunni lærir hún að elska vandræðabamið sitt, en fyrst verður hún að missa allt sem hún „átti“ eða taldi sig eiga, þá fyrst getur hún byrjað að elska, gefa og þiggja. Ég lýsi annarri stjómsamri móður í einni smásögunni í Undir eldfjalli. Þar segir frá ferð til ísrael þar sem þessi móðir neyðist til að horfast í augu við það sem hún er að gera syni sínum vegna viðbragða araba- drengs sem hún er að gefa fyrirskipanir. Það er óskemmtilegt fyrir konuna að sjá sjálfa sig í þeim spegli. Gamla testamentið segir margt og mikið um valdabaráttu á milli manna og í ísrael í dag getur þú fengið að upplifa Gamla testamentið á þínum eigin líkama. Það er undarlegt að hugsa til þess að í þessu landi skyldi Kristur hafa starfað og predikað kenningar sínar um fyrirgefn- inguna og kærleikann af því mannviti sem hann gerði; en maður, líttu þér nær! I sög- unni vildi ég einmitt leggja áherslu á að valdafíkn og ofbeldi er oft nær okkur sjálf- um en við höldum, þó duldara sé. Trúin — Ertu trúuð? — Já. — Það þykja mér fréttir. — Ekki mér. Pabbi var frjálslyndur guð- fræðingur og prestur. Hann skrifaði raunar doktorsritgerð sína um húmor og íroníu í Biblíunni. Ég ólst upp í frjálslyndri lúterstrú sem er ákaflega laus við kreddur og gefur manni svigrúm til að trúa án ótta. Guð er kærleikur, var mér kennt. Ég er sannfærð um að fólk hefur trúarþörf, andlegar þarfir sem alltaf munu leita útrásar. Tími okkar í þessum heimi er stuttur, takmarkaður, og trúin hjálpar okkur til að leggja aðeins meira af mörkum, gera heiminn að aðeins betri stað á meðan við erum hér. Trúin fær okkur til að teygja okkur upp í átt að ljósinu, í átt að hærri markmiðum og ég held að tilbeiðslan sé lífsnauðsyn. — Trúir þú á lífeftir dauðann? — Að tjá sig um lífið eftir dauðann er svipað því að gefa ferðalýsingu á landi sem þú hefur aldrei komið til! En í samræmi við trú mína á persónulegan guð hljóta að bíða mín híbýli einhvers staðar í húsi föður míns. Ég hef þó aldrei verið gefin fyrir tvíhyggju og hef aldrei skilið þessa afdráttarlausu skiptingu í himnaríki og helvíti, umbun og dómsdag. TMM 1990:3 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.