Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 15
að til hún er orðin fullkomin eftirmynd
keppinautar síns. Finnst þér þetta vera
sannfærandi? Er þetta raunsæissaga?
— Eg sé alveg hvað þú ert að fara. A
ráðstefnu um aðferðafrœði ífemínistískum
bókmenntarannsóknum sem ég sótti ný-
lega, gekk það eins og rauður þráður í
gegnum alla fyrirlestrana, að hin hefð-
bundna tímabilaskipting bókmenntasög-
unnar, hefðbundin hugtökog skilgreiningar
á bókmenntagreinum hafi alltaffallið mjög
illa að skáldskap kvenna. Skilgreiningarn-
ar eru gerðar af körlum og miðaðar við
karlabókmenntir og það hefur komið í hlut
kvennanna að vera eins og frávikfrá regl-
unum, eða eins konar bilun í kerfinu. Pær
skrifuðu til dœmis ekki rómantíska texta
þegar „allir" gerðu það og ekki módern-
istíska þegar „allir hinir“ gerðu það.
Og þetta gildir náttúrlega líka um raun-
sæishugtakið sem er trúlega úrelt bæðifyrir
karla og konur. Munurinn er bara sá að
þegar karlar sprengja raunsæisformið er
það gjarna kallað „Post-módernismi" en
þegar konurnar gera það erþað talið gall-
að eða ekki nógu sannfærandi „ raunsæi “.
— Það sem ég var á höttunum eftir var
einmitt það að raunsæishugtakið verður að
skilgreina upp á nýtt ef á að nota það yfir-
leitt. Þegar ég talaði um raunsæi fyrr í þessu
samtali var það fyrst og fremst nítjándu-
aldarraunsæið sem ég vísaði til og veru-
leikaskilningurinn sem þá var talað út frá. I
dag búum við við allt annan veruleika, ann-
að er orðið „raunsætt" en áður var og ég
held að okkar tímar eigi meira sameiginlegt
með skáldskap frá því fyrir tíma borgara-
legu skáldsögunnar. Taktu Njálu til dæmis
þar sem Skarphéðinn stekkur yfir Mark-
arfljót. Þetta eiga að hafa verið tólf álnir og
maðurinn stökk á milli skara í þokkabót og
hjó mann sem varð á vegi hans á skriðnum
sem var á honum þegar hann kom niður
hinum megin. Raunsæi? Það skiptir bara
engu máli. Lesandinn tekur nefnilega sög-
una gilda. Að minnsta kosti hafa menn ekki
verið í neinum vandræðum með það á ís-
landi í aldaraðir að taka veruleika íslend-
ingasagnanna gildan. Ég er alveg sannfærð
um að ef íslendingasögumar hefðu ekki
verið svo fullar af hvoru tveggja, furðu-
sögum og djúpvisku, hefðu þær aldrei orðið
eins sterkur þáttur af þjóðemi okkar og raun
ber vitni.
***
Það er orðið dimmt og ég uppgötva mér til
skelfingar að ég er búin að tefja fyrir Svövu
Jakobsdóttur í meira en sex tíma. Sá tími
leið hratt á meðan ég hlustaði á þessa
dimmu rödd sem dvelur við orðin og setn-
ingamar, rödd sem er nátengd femínistískri,
sósíalískri og ekki síst bókmenntalegri um-
ræðu á Islandi síðan í lok sjöunda áratugar-
ins. Það er kominn tími til að þakka fyrir
sig.
TMM 1990:3
13