Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 15
að til hún er orðin fullkomin eftirmynd keppinautar síns. Finnst þér þetta vera sannfærandi? Er þetta raunsæissaga? — Eg sé alveg hvað þú ert að fara. A ráðstefnu um aðferðafrœði ífemínistískum bókmenntarannsóknum sem ég sótti ný- lega, gekk það eins og rauður þráður í gegnum alla fyrirlestrana, að hin hefð- bundna tímabilaskipting bókmenntasög- unnar, hefðbundin hugtökog skilgreiningar á bókmenntagreinum hafi alltaffallið mjög illa að skáldskap kvenna. Skilgreiningarn- ar eru gerðar af körlum og miðaðar við karlabókmenntir og það hefur komið í hlut kvennanna að vera eins og frávikfrá regl- unum, eða eins konar bilun í kerfinu. Pær skrifuðu til dœmis ekki rómantíska texta þegar „allir" gerðu það og ekki módern- istíska þegar „allir hinir“ gerðu það. Og þetta gildir náttúrlega líka um raun- sæishugtakið sem er trúlega úrelt bæðifyrir karla og konur. Munurinn er bara sá að þegar karlar sprengja raunsæisformið er það gjarna kallað „Post-módernismi" en þegar konurnar gera það erþað talið gall- að eða ekki nógu sannfærandi „ raunsæi “. — Það sem ég var á höttunum eftir var einmitt það að raunsæishugtakið verður að skilgreina upp á nýtt ef á að nota það yfir- leitt. Þegar ég talaði um raunsæi fyrr í þessu samtali var það fyrst og fremst nítjándu- aldarraunsæið sem ég vísaði til og veru- leikaskilningurinn sem þá var talað út frá. I dag búum við við allt annan veruleika, ann- að er orðið „raunsætt" en áður var og ég held að okkar tímar eigi meira sameiginlegt með skáldskap frá því fyrir tíma borgara- legu skáldsögunnar. Taktu Njálu til dæmis þar sem Skarphéðinn stekkur yfir Mark- arfljót. Þetta eiga að hafa verið tólf álnir og maðurinn stökk á milli skara í þokkabót og hjó mann sem varð á vegi hans á skriðnum sem var á honum þegar hann kom niður hinum megin. Raunsæi? Það skiptir bara engu máli. Lesandinn tekur nefnilega sög- una gilda. Að minnsta kosti hafa menn ekki verið í neinum vandræðum með það á ís- landi í aldaraðir að taka veruleika íslend- ingasagnanna gildan. Ég er alveg sannfærð um að ef íslendingasögumar hefðu ekki verið svo fullar af hvoru tveggja, furðu- sögum og djúpvisku, hefðu þær aldrei orðið eins sterkur þáttur af þjóðemi okkar og raun ber vitni. *** Það er orðið dimmt og ég uppgötva mér til skelfingar að ég er búin að tefja fyrir Svövu Jakobsdóttur í meira en sex tíma. Sá tími leið hratt á meðan ég hlustaði á þessa dimmu rödd sem dvelur við orðin og setn- ingamar, rödd sem er nátengd femínistískri, sósíalískri og ekki síst bókmenntalegri um- ræðu á Islandi síðan í lok sjöunda áratugar- ins. Það er kominn tími til að þakka fyrir sig. TMM 1990:3 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.