Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 23
lingsins og sagan og einstaklingurinn látin
spegla hvort annað. í báðum tilvikum væri
þó aldrei hægt að koma aftur á einingu.
Þegar rofið hefur einu sinni átt sér stað
verður aldrei hægt að tengja aftur brotin og
þannig er upplifun á hringlaga tíma í
skipulagi sem annars byggir á línulegum
tíma aldrei annað en endurtekning horfms
tíma — krafa týndra tíma um að fá að sýna
sig.
1. Svava Jakobsdóttir: „Endurkoma". Smásögur
listahátíðar 1986. Reykjavík 1986. Bls. 113-
131. Síðar var sagan prentuð í smásagnasafni
höfundar, Undir eldfjalli (1989) og er miðað
við fyrri útgáfuna hér.
2. Genette, Gérard: „Discours du récit“. I riti hans,
Figures III. Paris 1972. Yfirlit um kenningar
Genettes á íslensku er að finna í grein Rory
McTurks: „Frásagnarfræðin og Tímaþjófur-
inn“. Skírnir 164. árg. Vor 1990. Bls. 215-229.
Sjáeinnig Keld Gall Jprgensen: „Ég varsjónar-
vottur! Hvað gerðist?“. í Skáldskaparmálum I
(1990). Allar þýðingar hugtaka Genettes á ís-
lensku sem hér eru notaðar eru teknar úr síðar-
nefndu greininni.
3. Meginflokka tímafrávika innan raðarinnar
nefnir Genette endurlit og framtíðarsýn, þ.e.
hvort farið er fram eða aftur í sögutímanum á
tilteknum punkti í frásagnartímanum. Endur-
litinu og framtíðarsýninni er síðan skipt í enn
smærri einingar. Þannig er í fyrsta lagi gerður
greinarmunur á huglœgum og hlutiœgum tíma-
frávikum eftir því hvort endurlitið eða fram-
tíðarsýnin fer fram í huga sögupersónu eða
ekki. Síðan er gerður munur á innri og ytri
tímafrávikum eftir því hvort þau eru utan eða
innan aðalfrásagnarinnar (fr. récit premiére) og
síðan má skipta ytri og innri tímafrávikum nið-
ur í enn smærri þætti eftir því hvort frávikin
renna saman við meginfrásögnina eða ekki og
nefnast þau tímafrávik sem tengjast megin-
söguþræðinum hómódíegetísk en hin heteró-
díegetísk. Loks getur tímamisgengið verið hrot
ef það tengist ekki aðalatburðinum og viðauki
ef það tengist þeim.
Um fjóra möguleika er að ræða innan var-
anleika, og má skýra þá svo ef St merkir sögu-
tími (atburðatími) en Ft frásagnartími:
Myrkvun: St=n, Ft=0. Hlé: St=0, Ft=n. Svið-
setning: St=Ft. Samantekt: Ft<St.
T/'ð/t/þátturinn felur einnig í sér fjóra mögu-
leika, sem eru þessir: Einkvœm frásögn: Sagt
ereinu sinni fráeinhverju sem geristeinu sinni.
Fjölkvœm frásögn: Sagt er n sinnum frá því
sem geristn sinnum. Endurtekin frásögn: Sagt
er n sinnum frá einhverju sem gerist einu sinni.
Endurtekningarfrásögn: Sagt er einu sinni frá
einhverju sem gerist oft.
4. Dagný Kristjánsdóttir: „Tiden som ring, spiral
eller kjede: Tre nye islandske romaner". í
Norsk Litterœr Árbog 1988 (23. árg). Bls. 48-
58.
5. Lacan, Jacques: „Le séminaire sur „La lettre
volée““. í riti hans Écrits I. París 1970. Góð
heildarkynning á kenningum Lacans er ekki til
á íslensku enn sem komið er. Bók eftir Bice
Benvenuto og Roger Kennedy: The Works of
Jacques Lacan, An Introduction (London
1986) er ágætur inngangur að fræðum Lacans.
6. Freud, Sigmund: „Das Unheimliche". í Freud:
Gesammelte WerkeXII. London 1955. Bls. 231
-268. Sami höfundur: „Jenseits des Lustprin-
zips“. Gesammelte Werke XIII. London 1963.
Bls. 3-69.
TMM 1990:3
21