Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 25
Halldór Guðmundsson
Hamhleypur og samgenglar
Um tvífara í bókmenntum
í ritgerðinni er fjallað um tvífara í skáldskap að fornu og nýju. Gerð er grein
fyrir sálfræðilegum forsendum og afbrigðum þessa fyrirbæris og rakið
hvernig vissar tegundir tvífara hafa verið öðrum fremur áberandi á til-
teknum skeiðum bókmenntasögunnar. Tekin eru fjöldamörg dæmi allt frá
íslendingasögum til Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Rætt er sérstaklega um 19.
öldina, blómaskeið tvífara, og það hvers vegna tvífarar virðast hafa glatað
töfrum sínum í fagurbókmenntum á 20. öld.
Sá ókunni, sem var ennþá í frakkanum
og með hattinn, sat andspænis honum á
rúminu hans, og örlaði á brosi á vörum;
um leið og hann kipraði augun lítið eitt
kinkaði hann vinalega til hans kolli.
Herra Goljadkín langaði til að hrópa upp
yfir sig en gat það ekki, langaði til að
mótmæla en brast afl til þess. Hárin risu
á höfði hans og hann hneig niður í stól,
máttlaus af hryllingi. Herra Goljadkín sá
nú hver það var sem hann hafði kynnst
þessa nótt. Næturgestur hans var enginn
annar en hann sjálfúr, Herra Goljadkín í
eigin persónu, annar herra Goljadkín, en
nákvæmlega sá sami og hann sjálfur —
í stuttu máli, í hvívetna það sem kallað
er tvífari hans ...
Fjodor Dostójevskí:
Tvífarinn}
Af öllum þeim lymskulegu brögðum sem
sagnamenn 19. aldar beittu til að vekja hroll
með lesendum sínum, var eitt það áhrifa-
mesta jafnan að láta sögupersónu mæta
sjálfri sér, en þó ekki sjálfri sér — semsé
tvífara sínum. Stórmeistarar á borð við
Edgar Allan Poe, Guy de Maupassant, Rob-
ert Louis Stevenson og E.T.A. Hoffmann
kunnu allir þetta bragð og gátu látið hárin
rísa á sléttgreiddum lesendum með því að
leiða hina óhugnanlegu persónu tvífarans
fram á sögusviðið. En hvað er svona skelfi-
legt við að mæta sjálfum sér, hvers vegna
vekur það óhug? Þessa spumingu er ætl-
unin að ræða í eftirfarandi grein, og víkja
jafnframt að margvíslegum dæmum um
tvífaraminnið í bókmenntasögunni, allt frá
Islendingasögum til nútímabókmennta.
Að eiga sér tvífara kemur við hljómbotn
TMM 1990:3
23