Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 28
skugginn sjálfstæður með ófyrirséðum af- leiðingum. I stað þess að þjóna húsbónda sínum, einsog hann virðist ætla að gera í fyrstu, hefur hann að lokum af honum bæði kóngsdótturina og lífið. Er þetta þá dæmigert um tvífaraminnið í bókmenntum: að höfundar notfæri sér myndir og tákn sem standa á gömlum merg í þjóðtrú, og vinni úr þeim með sínum hætti? Það er aðeins hluti sannleikans. Hvað tvífaraminnið varðar má sjá skýra þróun í bókmenntasögunni, einsog N. F. Bravo hefur nýlega rakið í grein.5 Þar er skýrlega greint á milli tvífarans sem eins- leits, heildstæðs fyrirbæris, og tvífarans sem tjáir sundrungu sjálfsins. Til hægð- arauka mætti tala um ytri og innri tvífara, þótt það sé ekki eins nákvæmt. Þessi að- greining getur átt við allar þær gerðir tvífara sem nefndar voru hér að framan. Báðir Fræg mynd eftir Magritte: þverstæðukennd, dularfull og kannski óttaleg spegilmynd. — „Hvort er það svo þú sjálfur eða hann, / sem situr hér í skugga langrar nætur?“ (Steinn Steinarr). leika sjálfstætt hlutverk, en aðeins hinn innri tvífari ógnar sjálfsvitund mannsins. Ytri tvífarinn er eldri í bókmenntum, og má tala um þrjár útfærslur í því sambandi. í fyrsta lagi þá sem best fer á að kenna við tvíbura. Gamanleikir sem Plátus setti sam- an tveimur öldum fyrir Krists burð byggjast oft á ruglingi sem fylgir því þegar tvíburar hittast sem ekki hafa vitað hvor af öðrum. Tvíburagamanið í leikbókmenntum hefur ekki kámað síðan, en frægt dæmi frá síðari tímum er leikrit Shakespeare, Allt í mis- gripum. Önnur gerð hins einsleita tvífara byggist á óvæntum útlitslíkindum. Bóndinn sem líkist konunginum, prinsinn sem dulbýst sem kotungur eru hvort tveggja algeng minni í gamanleikjum nýaldar, og sögum um ástamál í hnút. Loks er það hinn yfir- náttúrlegi tvífari: Guðinn sem tekur á sig mannsmynd til að reka erindi sín í mann- heimum. Hann gat leikið saklausa rullu í hjónabandskómedíum frá Plátusi til Moli- ére, en oft stendur líka ógn af tvífaranum sem er hálfur guð og hálfur maður og til í mörgum goðsögnum. En íslendingar þurfa ekki að leita langt að dæmum um ytri tvífara: Þau eru fjölmörg í fombókmenntum okkar. Hugur, hamur, fylgja — íslenskir tvífarar? Óðinn skipti hömum. Lá þá búkurinn sem sofinn eða dauður, en hann var þá fugl eða dýr, fiskur eða ormur og fór á einni svipstund á fjarlæg lönd að sínum erindum eða annarra manna. Heimskringla,6 Franski fræðimaðurinn Régis Boyer hefur kallað nýlega bók sína um heimsmynd nor- 26 TMM 1990:3 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.