Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 28
skugginn sjálfstæður með ófyrirséðum af-
leiðingum. I stað þess að þjóna húsbónda
sínum, einsog hann virðist ætla að gera í
fyrstu, hefur hann að lokum af honum bæði
kóngsdótturina og lífið.
Er þetta þá dæmigert um tvífaraminnið í
bókmenntum: að höfundar notfæri sér
myndir og tákn sem standa á gömlum merg
í þjóðtrú, og vinni úr þeim með sínum
hætti? Það er aðeins hluti sannleikans.
Hvað tvífaraminnið varðar má sjá skýra
þróun í bókmenntasögunni, einsog N. F.
Bravo hefur nýlega rakið í grein.5 Þar er
skýrlega greint á milli tvífarans sem eins-
leits, heildstæðs fyrirbæris, og tvífarans
sem tjáir sundrungu sjálfsins. Til hægð-
arauka mætti tala um ytri og innri tvífara,
þótt það sé ekki eins nákvæmt. Þessi að-
greining getur átt við allar þær gerðir tvífara
sem nefndar voru hér að framan. Báðir
Fræg mynd eftir Magritte: þverstæðukennd,
dularfull og kannski óttaleg spegilmynd. —
„Hvort er það svo þú sjálfur eða hann, / sem situr
hér í skugga langrar nætur?“ (Steinn Steinarr).
leika sjálfstætt hlutverk, en aðeins hinn
innri tvífari ógnar sjálfsvitund mannsins.
Ytri tvífarinn er eldri í bókmenntum, og má
tala um þrjár útfærslur í því sambandi.
í fyrsta lagi þá sem best fer á að kenna við
tvíbura. Gamanleikir sem Plátus setti sam-
an tveimur öldum fyrir Krists burð byggjast
oft á ruglingi sem fylgir því þegar tvíburar
hittast sem ekki hafa vitað hvor af öðrum.
Tvíburagamanið í leikbókmenntum hefur
ekki kámað síðan, en frægt dæmi frá síðari
tímum er leikrit Shakespeare, Allt í mis-
gripum.
Önnur gerð hins einsleita tvífara byggist
á óvæntum útlitslíkindum. Bóndinn sem
líkist konunginum, prinsinn sem dulbýst
sem kotungur eru hvort tveggja algeng
minni í gamanleikjum nýaldar, og sögum
um ástamál í hnút. Loks er það hinn yfir-
náttúrlegi tvífari: Guðinn sem tekur á sig
mannsmynd til að reka erindi sín í mann-
heimum. Hann gat leikið saklausa rullu í
hjónabandskómedíum frá Plátusi til Moli-
ére, en oft stendur líka ógn af tvífaranum
sem er hálfur guð og hálfur maður og til í
mörgum goðsögnum.
En íslendingar þurfa ekki að leita langt að
dæmum um ytri tvífara: Þau eru fjölmörg í
fombókmenntum okkar.
Hugur, hamur, fylgja — íslenskir
tvífarar?
Óðinn skipti hömum. Lá þá búkurinn
sem sofinn eða dauður, en hann var þá
fugl eða dýr, fiskur eða ormur og fór á
einni svipstund á fjarlæg lönd að sínum
erindum eða annarra manna.
Heimskringla,6
Franski fræðimaðurinn Régis Boyer hefur
kallað nýlega bók sína um heimsmynd nor-
26
TMM 1990:3
J