Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 37
dauða hluti lífi, og höfundurinn leikur á
flesta strengi hryllingsrómantíkurinnar í
leiðinni, en um leið minnir illa lýst og
villugjöm borg sögunnar á Prag Kafka.
Hér er komið að þriðja þemanu í tvífara-
sögum 19. aldar, sem er munurinn á sýnd
og reynd, þráin eftir skilyrðislausri fegurð
eða algemm sannleika handan við fals
hversdagsins. Don Juan í útgáfu Hoff-
manns þráir í ástkonum sínum þá fegurð
sem hann fínnur innra með sér — að því
leyti verða þær aðeins tvífarar hans. Dorian
Gray í sögu (1890) Oscars Wilde þráir líka
fegurðina, og verður sjálfur mynd hennar,
um leið og málverkið af honum tekur á sig
mynd samvisku hans. En Dorian berst gegn
því að þekkja sjálfan sig, og gengur loks af
tvífara sínum dauðum og um leið sjálfum
sér: Þá fyrst er „reynd“ hans afhjúpuð, þeg-
ar forljótt gamalmennið liggur látið á gólf-
inu.
Það er algengt í tvífarasögum að aðal-
persónan ráðist til atlögu gegn tvífaranum,
sem hefur ofsótt hana með lymskulegum
hætti, en gangi af sjálfri sér dauðri í leiðinni.
Tvífarinn er þá, með orðum Bravo, skrímsl-
ið hið innra. Það er baráttan við þetta
skrímsli, vonlaust andóf gegn valdatöku
þess, sem er efnið í mörgum hrollvekjum
um tvífara. Dauðinn eða brjálsemin bíður
þess sem tapar, því hugmyndin um að mað-
urinn verði að leita að sjálfum sér hefur líka
getið af sér tvífara: óttann við að vera ekki
með sjálfum sér, óttann við að brjálast.
Einsog við er að búast hefur Edgar Allan
Poe skrifað magnaða smásögu um þessi
átök, „William Wilson“ (1839). Hér er beitt
þeirri aðferð sem dugað hefur vel í margri
tvífarasögu síðan, að hafa söguna í fyrstu
persónu, láta sögumann vera óáreiðanlegan
og einan um að upplifa tvífarann sem tví-
fara. í lokin ræðst William Wilson gegn
tvífara sínum (á grímuballi!), telur sig
leggja hann í gegn, en sér þá bara sjálfan sig
deyja í spegli. Spegillinn er líka notaður
með snjöllum hætti í sögu Maupassants,
„L’Horla“ (1887), þar sem aðalpersónan á
að lokum ekki aðra leið en sjálfsmorð, til að
losna við ofsóknir tvífarans.
Frægasta dæmi um þá gerð minnisins að
láta tvo menn búa í einum er saga Roberts
Louis Stevensons, The Strange Case ofDr.
Jekyll andMr. Hyde (1886). Jekyll þarf svo
sannarlega að glíma við skrímslið innra
með sér, og hann hefur í mjög bókstaflegum
og allt að því fomíslenskum skilningi ham-
skipti þegar hann breytist í Mr. Hyde. Hyde
er þannig ásýndum að öllum býður við hon-
um, án þess að geta þó gefíð almennilega
skýringu á því, en hann er líka hættulegur
glæpamaður, siðlaus og illgjam. Það er
freistandi að ímynda sér að sagnameist-
aranum Stevenson hafi verið írónía í huga
þegar hann samdi söguna um hið vamm-
lausa prúðmenni Jekyll, sem að lokum
komst ekki úr hinum hræðilega ham Hyde.
Víst er að sagan varð einstæð táknmynd um
tvískinnung Viktoríutímans og fyrirmynd
fjölda geðklofasagna. En íróman markar
líka endalok tvífarans sem hrollvekju.
Innskot um nútímann: Maöurinn
er aftur einn
einfarinn
tvífari
utan kallfæris.
Gyrðir Elíasson.20
Það em margir tvífarar í bókmenntum 20.
aldar, en þeir hafa ekki sama dulmagn og
TMM 1990:3
35