Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 37
dauða hluti lífi, og höfundurinn leikur á flesta strengi hryllingsrómantíkurinnar í leiðinni, en um leið minnir illa lýst og villugjöm borg sögunnar á Prag Kafka. Hér er komið að þriðja þemanu í tvífara- sögum 19. aldar, sem er munurinn á sýnd og reynd, þráin eftir skilyrðislausri fegurð eða algemm sannleika handan við fals hversdagsins. Don Juan í útgáfu Hoff- manns þráir í ástkonum sínum þá fegurð sem hann fínnur innra með sér — að því leyti verða þær aðeins tvífarar hans. Dorian Gray í sögu (1890) Oscars Wilde þráir líka fegurðina, og verður sjálfur mynd hennar, um leið og málverkið af honum tekur á sig mynd samvisku hans. En Dorian berst gegn því að þekkja sjálfan sig, og gengur loks af tvífara sínum dauðum og um leið sjálfum sér: Þá fyrst er „reynd“ hans afhjúpuð, þeg- ar forljótt gamalmennið liggur látið á gólf- inu. Það er algengt í tvífarasögum að aðal- persónan ráðist til atlögu gegn tvífaranum, sem hefur ofsótt hana með lymskulegum hætti, en gangi af sjálfri sér dauðri í leiðinni. Tvífarinn er þá, með orðum Bravo, skrímsl- ið hið innra. Það er baráttan við þetta skrímsli, vonlaust andóf gegn valdatöku þess, sem er efnið í mörgum hrollvekjum um tvífara. Dauðinn eða brjálsemin bíður þess sem tapar, því hugmyndin um að mað- urinn verði að leita að sjálfum sér hefur líka getið af sér tvífara: óttann við að vera ekki með sjálfum sér, óttann við að brjálast. Einsog við er að búast hefur Edgar Allan Poe skrifað magnaða smásögu um þessi átök, „William Wilson“ (1839). Hér er beitt þeirri aðferð sem dugað hefur vel í margri tvífarasögu síðan, að hafa söguna í fyrstu persónu, láta sögumann vera óáreiðanlegan og einan um að upplifa tvífarann sem tví- fara. í lokin ræðst William Wilson gegn tvífara sínum (á grímuballi!), telur sig leggja hann í gegn, en sér þá bara sjálfan sig deyja í spegli. Spegillinn er líka notaður með snjöllum hætti í sögu Maupassants, „L’Horla“ (1887), þar sem aðalpersónan á að lokum ekki aðra leið en sjálfsmorð, til að losna við ofsóknir tvífarans. Frægasta dæmi um þá gerð minnisins að láta tvo menn búa í einum er saga Roberts Louis Stevensons, The Strange Case ofDr. Jekyll andMr. Hyde (1886). Jekyll þarf svo sannarlega að glíma við skrímslið innra með sér, og hann hefur í mjög bókstaflegum og allt að því fomíslenskum skilningi ham- skipti þegar hann breytist í Mr. Hyde. Hyde er þannig ásýndum að öllum býður við hon- um, án þess að geta þó gefíð almennilega skýringu á því, en hann er líka hættulegur glæpamaður, siðlaus og illgjam. Það er freistandi að ímynda sér að sagnameist- aranum Stevenson hafi verið írónía í huga þegar hann samdi söguna um hið vamm- lausa prúðmenni Jekyll, sem að lokum komst ekki úr hinum hræðilega ham Hyde. Víst er að sagan varð einstæð táknmynd um tvískinnung Viktoríutímans og fyrirmynd fjölda geðklofasagna. En íróman markar líka endalok tvífarans sem hrollvekju. Innskot um nútímann: Maöurinn er aftur einn einfarinn tvífari utan kallfæris. Gyrðir Elíasson.20 Það em margir tvífarar í bókmenntum 20. aldar, en þeir hafa ekki sama dulmagn og TMM 1990:3 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.