Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 49
augnablik, og strauk síðan niður eftir henni með flötum vísifingrinum láréttum, eins og til að þerra svita, eða fjarlægja kusk úr nefi. Þetta stóð ekki yfir nema eitt andartak, en um leið stóð Dundi ræfillinn mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Nákvæmlega svona hafði hann alltaf haldið hendinni yfir kjaftinum á sér þegar hann var að reyna að stynja einhverju upp, eða þegar honum fannst eitthvað fyndið og fór að hlæja. Það sem vakti kátínu hjá greyinu var alltaf eitthvað allt annað en það sem öðrum þótti fyndið, enda fékk hann þá ævinlega óspart að kenna á því. Dundi landa! Þetta var ótrúlegt, en um leið alveg óyggjandi. Þetta var hann, ég sá það alltaf betur og betur. Og þó mér hrysi auðvitað hugur við því að eiga eftir að standa frammi fyrir honum og þurfa að hjala kurteislega við hann gat ég samt ekki annað en dáðst að hæfileika mannskepnunnar til að komast af. Ég sá Dunda fyrir mér eins og ég hafði séð hann síðast, þar sem hann lá berfættur og grenjandi við bálið í mölinni fyrir Utan skólann. Og nú var sami maður hér tuttugu árum síðar eins og fyrir einhverja gjöminga orðinn að þessum farsæla skólameistara, konungur í ríki sínu, nýtur þjóðfélagsþegn, dáður og virtur af öllum. Þetta var ekkert annað en sagan um kolbítinn í nútímaútgáfu. Og auðvitað í raun og veru afskaplega gleðileg saga, kannski ekki síst fyrir mig. Hitt var aftur á móti engan veginn hægt að segja að ég hefði átt hinn minnsta þátt í því að svona vel skyldi takast til. Og þó. Kannski hafði þetta orðið til að herða hann. Kannski... Nei, ekki einu sinni ég gat blekkt sjálfan mig með svona ömurlega gisnum bætiflákum. Hvað gæti ég sagt við manninn? Takk fyrir síðast? Pínlegt yrði það, svo mikið var víst. Pínlegt pínlegt. í fyrsta skipti í marga mánuði fann ég hvað mér hefði liðið miklu betur ef ég bara hefði haft þó ekki væri nema einn tvöfaldan viskí í maganum. *** Það var nokkum veginn allt í fari Guðmundar Amar Guðmundssonar sem gerði hann að augljósum skotspæni allt frá fyrsta kennsludegi í Gagnfræðaskólanum. Það var ekki nóg með að hann væri aðskotadýr, nýfluttur úr öðru hverfi, heldur bættist þar við smáskítlegt útlit, hjárænusvipur og heimóttarlegt fas, óvenjuleg þvoglumælgi og feimnislegt fliss og svo þessi hönd alltaf svona yfir kjaftinum. Hvert eitt atriði fyrir sig var eins og skrifleg umsókn um ofsóknir. Þegar það varð svo í ofanálag heyrinkunnugt að hann væri sonur landafræði- kennarans, Gvendar landa, eins og við kölluðum hann, mátti segja að örlög veslings Guðmundar Amar væm endanlega ráðin. Gvendur landi var ekki beint vinsælasti kennari skólans, satt að segja alveg ótrúlega leiðinlegur þrasari og smámunaseggur TMM 1990:3 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.