Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 49
augnablik, og strauk síðan niður eftir henni með flötum vísifingrinum láréttum, eins
og til að þerra svita, eða fjarlægja kusk úr nefi. Þetta stóð ekki yfir nema eitt andartak,
en um leið stóð Dundi ræfillinn mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Nákvæmlega
svona hafði hann alltaf haldið hendinni yfir kjaftinum á sér þegar hann var að reyna
að stynja einhverju upp, eða þegar honum fannst eitthvað fyndið og fór að hlæja. Það
sem vakti kátínu hjá greyinu var alltaf eitthvað allt annað en það sem öðrum þótti
fyndið, enda fékk hann þá ævinlega óspart að kenna á því.
Dundi landa! Þetta var ótrúlegt, en um leið alveg óyggjandi. Þetta var hann, ég sá
það alltaf betur og betur. Og þó mér hrysi auðvitað hugur við því að eiga eftir að
standa frammi fyrir honum og þurfa að hjala kurteislega við hann gat ég samt ekki
annað en dáðst að hæfileika mannskepnunnar til að komast af.
Ég sá Dunda fyrir mér eins og ég hafði séð hann síðast, þar sem hann lá berfættur
og grenjandi við bálið í mölinni fyrir Utan skólann. Og nú var sami maður hér tuttugu
árum síðar eins og fyrir einhverja gjöminga orðinn að þessum farsæla skólameistara,
konungur í ríki sínu, nýtur þjóðfélagsþegn, dáður og virtur af öllum. Þetta var ekkert
annað en sagan um kolbítinn í nútímaútgáfu. Og auðvitað í raun og veru afskaplega
gleðileg saga, kannski ekki síst fyrir mig.
Hitt var aftur á móti engan veginn hægt að segja að ég hefði átt hinn minnsta þátt
í því að svona vel skyldi takast til. Og þó. Kannski hafði þetta orðið til að herða hann.
Kannski... Nei, ekki einu sinni ég gat blekkt sjálfan mig með svona ömurlega gisnum
bætiflákum.
Hvað gæti ég sagt við manninn? Takk fyrir síðast? Pínlegt yrði það, svo mikið var
víst. Pínlegt pínlegt. í fyrsta skipti í marga mánuði fann ég hvað mér hefði liðið miklu
betur ef ég bara hefði haft þó ekki væri nema einn tvöfaldan viskí í maganum.
***
Það var nokkum veginn allt í fari Guðmundar Amar Guðmundssonar sem gerði hann
að augljósum skotspæni allt frá fyrsta kennsludegi í Gagnfræðaskólanum. Það var
ekki nóg með að hann væri aðskotadýr, nýfluttur úr öðru hverfi, heldur bættist þar við
smáskítlegt útlit, hjárænusvipur og heimóttarlegt fas, óvenjuleg þvoglumælgi og
feimnislegt fliss og svo þessi hönd alltaf svona yfir kjaftinum. Hvert eitt atriði fyrir
sig var eins og skrifleg umsókn um ofsóknir.
Þegar það varð svo í ofanálag heyrinkunnugt að hann væri sonur landafræði-
kennarans, Gvendar landa, eins og við kölluðum hann, mátti segja að örlög veslings
Guðmundar Amar væm endanlega ráðin. Gvendur landi var ekki beint vinsælasti
kennari skólans, satt að segja alveg ótrúlega leiðinlegur þrasari og smámunaseggur
TMM 1990:3
47