Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 50
og hreinn fasisti ef því var að skipta. Til að kóróna allt saman var hann líka höfundur landafræðibókanna sem áttu eftir að gera okkur lífið leitt öll þrjú árin í skólanum. Eftir á að hyggja tel ég líklegast að vanþroskakennt hatur mitt á þessari fræðigrein hafi umfram annað orðið til þess að ég varð smámsaman forsprakkinn í þessari líka stórmannlegu herferð gegn syninum. Þetta var gamla sagan um syndir feðranna. Ég nefni það ekki til að fegra minn hlut, en auðvitað átti karlinn líka beina sök á þessu að nokkru leyti. Hann var svo gjörsamlega taktlaus og kom fram við strákinn eins og hann væri algjört pelabam. Það var til dæmis honum að kenna að Dundanafnið komst á kreik. Ég segi fyrir sjálfan mig að ekki hefði ég fyrir mitt litla líf viljað að nokkur í skólanum kæmist að því að foreldrar mínir, meðan þau lifðu, kölluðu mig alltaf Sidda þó allir aðrir notuðu Sigganafnið. Og herferð var það, það þýðir ekkert að neita því. Skipulagðar ofsóknir. Allt sem Dundi sagði og gerði var notað gegn honum. Það var hermt eftir honum og teiknaðar af honum skrípamyndir, ortar um hann klámvísur, bókunum hans var stolið, skóla- taskan falin, það var hellt yfir hann kláðadufti, sprautað á hann mjólk . . . og svo framvegis, og svo framvegis. En það var alveg sama hvað á gekk, aldrei kvartaði dýrið, aldrei tók hann á móti. En þau viðbrögð urðu Dunda ræflinum þó síður en svo til tekna, hann var ekki einu sinni virtur fyrir það að klaga aldrei svo mikið sem einu sinni, hvorki í karlinn pabba sinn né skólastjórann. Þvert á móti var þetta allt saman tekið sem dæmi um hvað drengurinn væri óendanlega mikill aumingi og rola. í leikfimi var kippt niður um hann buxunum, í sundi var hann kaffærður, ef hann sást á dansæfingu voru stærstu og brjóstamestu stelpumar fengnar til að bjóða honum upp og grípa svo undir hann úti á miðju dansgólfi. Hann hætti líka fljótlega að láta sjá sig á slíkum skemmtunum. Hann stóð sig vel í náminu, en það var með það eins og annað, allt sem hann afrekaði á þeim vettvangi var aðeins tekið sem dæmi um hve Dundi væri við- bjóðslegur kúristi og kennarasleikja í þokkabót. Þegar hann fékk íslenskuverðlaun á unglingaprófi upp úr öðrum bekk man ég hvemig ég básúnaði því út um allt svo hann heyrði til, að ef meðalgreindur simpansi mundi lesa jafnmikið og Dundi þá kæmist hann ekki hjá því að sprengja einkunnaskalann í öllum greinum. Þannig liðu þessi þrjú ár. Auðvitað gengu ofsóknimar í bylgjum, en alltaf hélst þó glóðin við, svo var mér fyrir að þakka, og aðalárangrinum var auðvitað náð: Dreng- urinn var algjör paría og þar með fannst okkur eins og stórkostlegur sigur hefði unnist á Gvendi landa. Þetta var auðvitað alveg út í hött, Gvendur vissi aldrei neitt um meðferðina á syninum, fyrr en brennumálið kom upp, bæði af því að drengurinn klagaði aldrei og svo var Gvendur líka algjör þykkblöðungur í ofanálag. 48 TMM 1990:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.