Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 51
í landsprófinu varð eitthvað minna um beinar líkamlegar ofsóknir. Það kom fyrir
að Dundi var látinn í friði, svona persónulega. Hann náði meira að segja að mynda
um sig eins konar kunningjahóp. Þetta vom tveir eða þrír sérvitringar og kúkar,
hallærisnáungar sem enginn nennti að tala við. Ég man að einn þeirra var kallaður
Dúddi, talinn hálfgerður ofviti, þungt haldinn af einhvers konar véladellu. Hann
ruglaðist alveg endanlega skömmu eftir landspróf og maður er enn að sjá hann
vafrandi héma um götumar. Þessir drengir héldu sig mikið út af fyrir sig og allir vom
þeim sammála um að best færi á því. Þeir reyktu ekki og drukku ekki og voru almennt
andfélagslegir. Það varð líka fljótt á allra vitorði að þeir væm hommar. Þið getið rétt
ímyndað ykkur hver kom þeim orðrómi af stað.
Ofsóknimar færðust nú í staðinn yfir á annað plan. Kannski var það út af þessum
skorti á viðbrögðum frá gerpinu: Ég hafði sem sé forgöngu um að gera Gvendi landa
og fjölskyldu hans lífið sem allra leiðast. Við sáum meðal annars til þess að þau hjónin
Guðmundur Maronsson og Þórdís Guðjónsdóttir pöntuðu sér áskriftir að nokkum
veginn öllum blöðum og tímaritum landsins, ævinlega með ósk um að nýta sér tilboð
um að fá öll tölublöð fyrra árs heimsend sér að kostnaðarlausu. Ný vikutíðindi,
Mánudagsblaðið, Okurkarlar, Tígulgosinn, Hjartaásinn, Sannar sögur, Blandaðir
ávextir, Samtíðin, Eimreiðin, Andvari, Gangleri, Veðráttan ... öll streymdu þessi rit
í stríðum straumum inn um póstlúguna á Bithaga 13. Þá fóru sendiferðarbílar að koma
með smurt brauð á ýmsum tímum sólarhrings, skuggalegir leigubílstjórar birtust í
lágnættinu og reyndu með góðu eða illu að troða svartadauða upp á bindindismanninn
Gvend landa, sem margsór af sér að hafa hringt og beðið um einn góðan. Fyrir utan
venjulegan, almennan símaterror var auk þess lítill friður fyrir reiðum tannlæknum,
læknum og fótsnyrtidömum sem hringdu og ásökuðu fjölskyldumeðlimi á víxl fyrir
að mæta ekki í pantaða tíma. Mykju var sturtað í garðinn hvað eftir annað, steypu-
bflstjórar hótuðu í sífellu að tæma umbeðna farma beint ofan í innkeyrsluna að
bflskúmum.
Allan tímann sá ég til þess að Dundi ræfillinn gengi ekki að því gruflandi hver
stóð á bak við þessa starfsemi. Það var gert með ýmsum hárfínum athugasemdum
sem látnar vom falla í áheym vesalingsins:
— Hvaða lykt er þetta strákar, var einhver að koma úr fjósinu?
Eða:
— Asskodi hefur það lagast mikið upp á síðkastið rækjubrauðið frá Biminum.
Eða:
— Virkilega interessant ritstjómargrein í Blönduðum ávöxtum í síðustu viku, emð
þið búnir að lesa hana strákar?
TMM 1990:3
49