Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 71
3
Skömmu eftir að Rússar lögðu undir sig land mitt, ráku þeir mig úr
starfi því sem ég hafði gegnt (eins og þeir gerðu við þúsundir annarra
Tékka) og engum leyfðist að ráða mig í annað starf. Þá komu ungir
vinir mínir að máli við mig, þeir voru of ungir til að vera á skrá hjá
Rússunum, og gátu því haldið störfum sínum á ritstjómum, við
kennslu, í kvikmyndaverum. Þessir ungu góðu vinir mínir, sem ég mun aldrei bregðast,
buðu mér að skrifa og nota sín nöfn undir sjónvarps- og útvarpsleikrit, leikrit fyrir leikhús,
greinar, ferðagreinar, kvikmyndahandrit, svo ég gæti séð mér farborða. Eg þáði nokkra
af þessum greiðum, en yfirleitt afþakkaði ég þá vegna þess að ég hafði ekki við að skrifa
allt sem ég var beðinn að skrifa, auk þess sem það gat reynst hættulegt. Ekki fyrir mig,
heldur þau. Leynilögreglan var að reyna að svelta okkur í hel, draga okkur niður í svaðið,
neyða okkur til að gefast upp og biðjast afsökunar opinberlega. Því vaktaði hún nákvæm-
lega hverja glufu sem við reyndum til að smjúga út úr hringnum sem hún hafði slegið um
okkur og hún refsaði grimmilega hverjum þeim sem gaf nafn sitt.
Meðal þessara örlátu gefenda var ung kona sem hét R. (í þessu tilfelli hef ég engu að
leyna því allt komst upp). Þessi fágaða, hlédræga og gáfaða stúlka var ritstjóri gríðarlega
útbreidds tímarits fyrir ungt fólk. Þar sem tímaritið neyddist á þessum tíma til að birta
ótrúlega margar skelfilega vondar pólítískar greinar þar sem bróðurþjóðin rússneska var
hafin til skýjanna, beitti ritstjómin öllum ráðum til að ná athygli fjöldans. Hún hafði því
ákveðið að bregða um stundarsakir út af hinni tandurhreinu marxísku hugmyndafræði og
vera með fastan dálk um stjömuspeki.
Ég bjó til þúsundir stjömukorta á þeim ámm sem ég var útskúfaður. Úr því að sá mikli
Jaroslav Hasek lifði á því að selja hunda (hann gerði mikið af því að selja stolna hunda
og taldi mönnum trú um að kynblendingar væru hreinræktaðir), því skyldi ég þá ekki geta
orðið stjömuspekingur? Vinir mínir í París höfðu fyrir margt löngu sent mér stjömu-
spekirit eftir André Barbault og undir nafni hans stóð þessi titill sperrtum stöfum: Forseti
alþjóðlegu stjörnuspekimiðstöðvarinnar og með því að breyta skriftinni minni hafði ég
bætt við með blekpenna á fyrstu blaðsíðuna: 77/ Milans Kundera með aðdáun, André
Barbault. Ég lét árituðu bækumar mínar eins og óvart liggja uppi á borði og útskýrði fyrir
viðskiptavinum mínum í Prag að mánuðum saman hefði ég verið aðstoðarmaður hins
víðfræga André Barbault í París.
Þegar R. bað mig að sjá leynilega um stjömuspána í vikuriti sínu, fylltist ég vitaskuld
eldmóði og ráðlagði henni að segja ritstjóminni að höfundur textanna væri bráðsjall
kjameðlisfræðingur sem ekki vildi segja til nafns af ótta við að verða að athlægi meðal
starfsbræðra sinna. Áformin virtust tryggð á tvennan hátt: af vísindamanninum sem ekki
var til og dulnefninu.
TMM 1990:3
69