Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 76
6
Ég hef líka dansað hringdans. Það var árið 1948, kommúnistar höfðu
unnið sigur í landi mínu, ráðherrar sósíalista og kristinna demókrata
höfðu flúið úr landi, og ég hélt um öxl eða í hönd annarra komm-
únískra stúdenta, við tókum tvö skref á staðnum, eitt skref áfram og
við lyftum hægra fæti og síðan vinstra fæti og við gerðum þetta
næstum því mánaðarlega, því við vorum að halda upp á eitthvað, afmæli eða atburð, fomu
óréttlæti var útrýmt og nýtt óréttlæti innleitt, verksmiðjur voru þjóðnýttar, þúsundum
manna var varpað í fangelsi, læknisþjónusta varð ókeypis, tóbakssalar máttu horfa uppá
að verslanir þeirra vom gerðar upptækar, gömlu verkamennimir fóm í fyrsta sinn á ævinni
í frí í einbýlishúsin sem höfðu verið gerð upptæk og við vomm eitt sólskinsbros. Svo
gerðist það dag nokkum að ég sagði eitthvað sem ekki átti að segja, ég var rekinn úr
flokknum og mátti hypja mig út úr hringnum.
Þá fyrst áttaði ég mig á töframætti hringsins. Enda þótt maður sé rekinn úr röðinni
getur maður átt afturkvæmt þangað. Röðin er opið form. En hringurinn lokast á hæla
manns og þangað á maður ekki afturkvæmt. Það er engin tilviljun að hnettimir ganga í
hring, og að steinn sem losnar úr þeim fjarlægist þá óhjákvæmilega fyrir tilverknað
miðflóttaaflsins. Líkt og loftsteinn sem bromað hefur út úr hnetti, lenti ég út úr hringnum
og ég held áfram að hrapa enn þann dag í dag.
Sumir fá að deyja á hringsóli og aðrir kremjast þegar þeir koma niður eftir fallið. Og
þeir síðamefndu (sem ég tilheyri) ala alla tíð með sér dulinn söknuð eftir glataða
hringnum, því við búum jú í heimi þar sem allt hringsnýst.
Það var enn verið að halda upp á eitthvert afmælið og enn einu sinni var ungt fólk að
dansa hringdans á götum Pragborgar. Ég ráfaði um meðal þess, ég var rétt hjá því, en mér
var ekki hleypt inn í neinn hringanna. Þetta var í júnímánuði árið 1950 og Milada
Horakova hafði verið hengd daginn áður. Hún hafði setið á þingi fyrir sósíalistaflokkinn
og dómstóll kommúnista hafði dæmt hana fyrir að hafa unnið gegn Ríkinu. Tékkneski
súrrealistinn Zavis Kalandra, vinur André Bretons og Pauls Éluards, hafði verið hengdur
um leið og hún. Og ungir Tékkar dönsuðu vitandi það að daginn áður höfðu kona og
súrrealisti dinglað í snömnni í þessari sömu borg, og þeir dönsuðu af enn meiri ofsa, því
dansinn bar sakleysi þeirra fagurt vitni og skar sig greinilega úr sótsvartri sekt hinna
tveggja sem hengd höfðu verið fyrir að bregðast alþýðunni og vonum hennar.
André Breton trúði ekki að Kalandra hefði bmgðist alþýðunni og vonum hennar og í
París bað hann Éluard (í opnu bréfi dagsettu 13. júní 1950) að mótmæla þessum fáránlegu
ásökunum og reyna að koma aldavini þeirra til hjálpar. En Éluard var upptekinn í
gríðarmiklum hringdansi milli Parísar, Moskvu, Prag, Varsjár, Sofíu og Grikklands, með
öllum sósíalistalöndum og kommúnistaflokkum heimsins, og alls staðar fór hann með
íS?7
74
TMM 1990:3