Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 82
á sér höfuðið fyrir pappanefinu), tekur tilhlaup og sparkar í rassinn á Michele, tekur aftur tilhlaup og lætur vaða í rassinn á Gabriellu. Þvínæst gengur hún sallarólega, allt að því virðulega, að borðinu sínu. Allt dettur í dúnalogn. Svo fara tárin að renna niður kinnamar á Michele og strax á eftir niður kinnamar á Gabriellu. Svo fer allur bekkurinn að skellihlæja. Svo sest Sara í sætið sitt. Frú Rafael verður fyrst hissa og hneyksluð, en svo heldur hún að þessi afskipti Söm séu hluti af vandlega undirbúnu skaupi nemendanna, sem eigi bara að varpa ljósi á það verkefni sem verið er að greina (ekki er lengur hægt að túlka listaverkið með hefð- bundnum aðferðum; það þarf að nálgast það með nútímaaðferðum, lesandinn verður að vera virkur, framtakssamur, hugmyndaríkur), og þar sem hún sér ekki að uppáhalds- nemendumir em að gráta (þær horfa fram í bekk og snúa þar af leiðandi baki í hana), kinkar hún kolli og skellihlær. Þegar Michele og Gabriella heyra hlátrasköllin í elsku kennaranum sínum fyrir aftan sig, finnst þeim þær hafi verið sviknar. Nú streyma tárin úr augum þeirra eins og skrúfað hafi verið frá krana. Þær finna til svo sárrar niðurlægingar að þær herpa sig saman líkt og þær séu með magakrampa. Frú Rafael telur krampaköst uppáhaldsnemenda sinna vera danshreyfingar og hún hendist skyndilega upp úr sæti sínu af krafti sem alvöruþungi kennarans í henni fær ekki bælt. Hún grætur af hlátri, hún breiðir út faðminn og líkami hennar hristist og skelfur, þannig að höfuðið á henni veltur fram og til baka á hálsinum, eins og bjalla sem meðhjálpari heldur á hvolfi í lófa sér og hringir af miklum krafti. Hún gengur til stúlknanna sem engjast til og frá, og hún tekur í höndina á Michele. Nú standa þær allar þrjár fyrir framan bekkinn, þær engjast allar þrjár og gráta í kór. Frú Rafael tekur tvö skref á staðnum, lyftir vinstra fæti upp á ská, og síðan hægra fæti á sama hátt, og grátandi fara stúlkumar tvær smám saman að herma eftir henni. Tárin renna niður með pappanefjunum á þeim, þær engjast til og frá og hoppa á staðnum. Síðan tekur kennslukonan í höndina á Gabriellu, þær mynda nú hring frammi fyrir bekknum, leiðast allar þrjár, stíga skref á staðnum og svo til hliðar og snúast í hring á pallinum í skólastofunni. Þær lyfta fæti ýmist til vinstri eða hægri, og grátgrettumar á andlitum Gabriellu og Michele breytast ofurhægt í hlátursgrettur. Konurnar þrjár dansa og hlæja, þögn slær á bekkinn og hann starir á þær í hljóðri skelfingu. En konumar em hættar að veita öðrum athygli, þær hugsa aðeins hver um aðra og eigin naum. Skyndilega stappar frú Rafael fastar niður fæti og lyftist nokkra sentimetra upp yfir pallinn og í næsta skrefi kemur hún ekki lengur við gólfið. Hún dregur vinkonur sínar tvær með sér á loft, augnablik halda þær áfram að snúast fyrir ofan pallinn, þær hefjast á loft í spíral, hægt. Hár þeirra nemur brátt við loftið sem tekur hægt að opnast. 80 TMM 1990:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.