Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 88
G. Pétur Matthíasson
A reiki
Smásaga
Það var mistur í lofti og svolítið kalt. Það var gott að koma inn úr hráslaganum.
Sveini hafði alltaf fundist þetta litla kaffihús við Laugaveginn notalegt. Það var
kallað Tíu tár. Nafnið var málað á viðarskilti sem neglt var utan á steinsteyptan
vegginn. Líkt og innviðir kaffihússins voru stafimir snjáðir. Þegar inn kom bað
Sveinn um kaffi sem hann drakk svart og sykurlaust. Sveinn greip Dagblaðið með
sér og settist við borð þar sem hann gat horft út um gluggann. Fátt fólk var á ferli,
klukkan aðeins rúmlega níu á fimmtudagsmorgni. Blaðið var frá því í gær.
Aðalfyrirsögnin var um vanda sjávarútvegsins. Það var ekkert nýtt. Sveini stóð
á sama. Það hafði hvort eð er allt verið að fara til fjandans síðan hann mundi eftir
sér. Aftur á móti las hann einkamáladálkinn, skrýtlurnar og stjömuspána meðan
hann sötraði kaffið. Hann myndi aldrei opinberlega viðurkenna að hann læsi þetta
— utan skrýtlurnar — frekar en hann myndi viðurkenna að hann hefði varið
löngum tíma í að virða fyrir sér mynd af stúlku sem auglýsti kynæsandi undir-
fatnað í smáauglýsingunum. Ekki það að Sveinn hefði nokkurn áhuga á slíkum
undirfatnaði, en honum fannst stúlkan falleg; sérstaklega fannst honum hún
andlitsfríð. Hann lokaði blaðinu og leit aftur út um gluggann. Það var byrjað að
snjóa, stómm þungum og blautum klöttum sem bráðnuðu um leið og þeir komust
í snertingu við gangstéttina.
Jæja, hugsaði Sveinn með sér einum og hálfum tíma síðar. Honum fannst hann
vera búinn að hanga þama á kaffihúsinu nógu lengi. Það var bara eitt vandamál. Hann
hafði ekkert að gera. Það var enginn staður fyrir hann að fara á. Enginn skóli, engin
vinna. Samt var skólinn á fullu núna um miðjan nóvember. En Sveinn, sem hafði eytt
mest allri ævi sinni í skóla, hafði fengið nóg — án þess að hafa lokið háskólagráðunni
sem hann hafði stefnt á að því er virtist í heila mannsævi. En nú saknaði hann þess
að vera ekki í skóla.
86
TMM 1990:3