Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 88
G. Pétur Matthíasson A reiki Smásaga Það var mistur í lofti og svolítið kalt. Það var gott að koma inn úr hráslaganum. Sveini hafði alltaf fundist þetta litla kaffihús við Laugaveginn notalegt. Það var kallað Tíu tár. Nafnið var málað á viðarskilti sem neglt var utan á steinsteyptan vegginn. Líkt og innviðir kaffihússins voru stafimir snjáðir. Þegar inn kom bað Sveinn um kaffi sem hann drakk svart og sykurlaust. Sveinn greip Dagblaðið með sér og settist við borð þar sem hann gat horft út um gluggann. Fátt fólk var á ferli, klukkan aðeins rúmlega níu á fimmtudagsmorgni. Blaðið var frá því í gær. Aðalfyrirsögnin var um vanda sjávarútvegsins. Það var ekkert nýtt. Sveini stóð á sama. Það hafði hvort eð er allt verið að fara til fjandans síðan hann mundi eftir sér. Aftur á móti las hann einkamáladálkinn, skrýtlurnar og stjömuspána meðan hann sötraði kaffið. Hann myndi aldrei opinberlega viðurkenna að hann læsi þetta — utan skrýtlurnar — frekar en hann myndi viðurkenna að hann hefði varið löngum tíma í að virða fyrir sér mynd af stúlku sem auglýsti kynæsandi undir- fatnað í smáauglýsingunum. Ekki það að Sveinn hefði nokkurn áhuga á slíkum undirfatnaði, en honum fannst stúlkan falleg; sérstaklega fannst honum hún andlitsfríð. Hann lokaði blaðinu og leit aftur út um gluggann. Það var byrjað að snjóa, stómm þungum og blautum klöttum sem bráðnuðu um leið og þeir komust í snertingu við gangstéttina. Jæja, hugsaði Sveinn með sér einum og hálfum tíma síðar. Honum fannst hann vera búinn að hanga þama á kaffihúsinu nógu lengi. Það var bara eitt vandamál. Hann hafði ekkert að gera. Það var enginn staður fyrir hann að fara á. Enginn skóli, engin vinna. Samt var skólinn á fullu núna um miðjan nóvember. En Sveinn, sem hafði eytt mest allri ævi sinni í skóla, hafði fengið nóg — án þess að hafa lokið háskólagráðunni sem hann hafði stefnt á að því er virtist í heila mannsævi. En nú saknaði hann þess að vera ekki í skóla. 86 TMM 1990:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.