Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 90
allan daginn var að biðja tvisvar um kaffi og tvisvar um viskí. Friðrik virtist hafa haft meira að segja því nú þagði hann. — En þú? Hvemig gengur hjá þér? spurði Sveinn. — Ég er hættur. Ég er hættur í skólanum. Ég nennti ekki að standa í þessu þvaðri lengur. Það mátti engu breyta. Það vildu allir hafa hlutina einsog þeir hafa verið síðustu tíu ár. Þannig að ég hætti bara, svaraði Friðrik. Sveinn hafði alltaf öfundað Friðrik, sem var dökkhærður með sterklega kjálka og himinblá augu. Hann gekk venjulega um með þriggja daga skeggbrodda og gaf Don Johnson ekkert eftir. Hann var íþróttamannslega vaxinn og Sveinn hafði oft tekið eftir að konur horfðu á eftir honum. Sveinn var aftur á móti með ljósbrúnt hár og grá augu, ekkert eftirtektarvert í andlitinu. Hann var frekar vöðvarýr og átti það til að ganga hokinn. Meðan Friðrik gekk í nýjustu tískufötunum lét Sveinn sér nægja gömlu brúnu flauelsbuxumar sem hann hafið keypt í menntaskóla og tígulmynstruðu peysuna sem mamma hans hafði gefið honum fyrir tveim jólum. — Nú, nú. Hvað ætlarðu þá að gera núna? spurði Sveinn. — Ég vil helst komast eitthvað út, en ég veit ekki hvort ég get það. Ég á engan pening, sagði Friðrik. — Heyrðu ég þarf að fara á barinn. Á ég að koma með eitthvað handa þér? Sveinn bað hann færa sér meira viskí. Það var ekki annað að gera en að skvetta aðeins í sig, fannst honum. Sveini leið betur að hafa hitt einhvem sem líka hafði gefist upp á skólanum. Friðrik hafði alltaf gengið vel í skóla þannig að það hafði komið Sveini heldur á óvart að heyra þessar fréttir. — Annars er ég strax kominn með vinnu, sagði Friðrik, t>egar hann kom til baka með drykkina. — Ég byrja á mánudaginn hjá frænda mínum, hann rekur inn- flutningsfyrirtæki. Flytur inn allskonar drasl, leikföng, verkfæri og ég veit ekki hvað. Hann var ekki lengi að því, hugsaði Sveinn með sér. Strax kominn með vinnu. Það var honum líkt. — Ég er að hugsa um að herja á dagblöðin á morgun, sagði Sveinn. Honum hafði dottið þetta í hug meðan hann hlustaði á Friðrik. Þó hann hefði fýrr tekið ákvörðun um að leita sér að vinnu hafði hann ekki haft hugmynd um hvað hann ætlaði að gera — eða hvað hann vildi gera. — Hey, það líst mér vel á, sagði Friðrik og sötraði á gini í tónik. Daginn eftir ákvað Sveinn að flytja til útlanda. Hann þekkti strák í smábæ á austurströnd Bandaríkjanna. Hann hringdi til Roswell, sem er í Massachusetts, og fékk númerið hjá Brad. Þeir höfðu unnið saman í byggingarvinnu sumarið 88 TMM 1990:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.