Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 98
benda á dæmi um slíkt „framhaldslíf' hug- mynda í bókmenntastarfi erlendis á sama tíma, og liggur kannske beint við að nefna fjórða hlutann af „Speglinum mikla“ eftir Vinsent frá Beauvais sem kom út mörgum áratugum eftir lát Vinsents sjálfs (1264) og menn hafa því talið apókrýfan: nú hafa verið leidd sterk rök að því að þessi fjórði hluti sé eftir höfunda sem höfðu undir höndum handrit Vinsents og töldu sig vera að leiða til lykta hið mikla verk hans. Væri þarflegt að athuga bókmenntastarf Islendinga á miðöldum frá þessu sjónarmiði og leita að slík- um hefðum eða straumum, þar sem margir menn halda kannske áfram sömu hugmyndun- um. Hvað Sturlungu snertir er auðvelt að benda á hvemig þekkingin um ritstörf Sturlu og áætl- anir hans gat borist áfram: þótt Þórður Narfason dæi 1308 lifði Snorri bróðir hans til 1332, en vera má að yngri gerðin hafi verið samin fyrir þann tíma eða alla vega ekki löngu síðar. Samkvæmt þessu sjónarmiði mætti halda því fram að ekki sé til einn „upprunalegur texti“ af Sturlungu heldur hafi þeir verið tveir, eftir því við hvað er miðað: annar er eldri í tímans rás, en hinn er að vissu leyti í meira samræmi við upphaflegu hugmyndina. Með því að rannsaka gerð og textasögu Smrlungu frá þessum sjónar- miðum mætti vafalaust skilgreina þetta miklu nákvæmar og leiða fleiri þætti þessarar sögu í ljós, en eitt ætti þó þegar að liggja í augum uppi: þótt meðferðin á Sturlungutextanum í útgáfu Svarts á hvítu sé ekki „vísindaleg" í hefðbundn- um skilningi þessa orðs og þar sé ekki stefnt að því að fínna það sem menn hafa venjulega skilgreint sem „upprunalegan texta“ er hún í hæsta máta réttlætanleg. Hafa útgefendur að þessu leyti talsvert betri málstað en þeir virðast sjálfir hafa gert sér grein fyrir. Þessi útgáfa er sérlega vel úr garði gerð. Texti Sturlungu er prentaður í tveimur bindum, ásamt „Ama sögu biskups“ og „Hrafns sögu hinni sérstöku“, en í þriðja bindinu eru ýmis „fræði“, m.a. „Islendingabók“ og „Veraldar saga“, svo og ítarlegur inngangur, ættartölur, kort, töflur og slíkt. Athugulir gagnrýnendur og smámuna- samir gætu vafalaust fundið ýmiss konar mis- smíði á útgáfunni og því sem henni fylgir, en slíkt skiptir litlu máli, þegar á það er litið að nú fá lesendur fyrst að kynnast Sturlunga sögu í réttri gerð. Verður slíkt því ekki tíundað hér, heldur aðeins borin fram sú ósk að nú taki fræðimenn til óspilltra málanna við textarann- sóknir og reyni einkum að greina eldri og yngri gerðina betur í sundur og rekja textasögu verks- ins nákvæmar, þannig að síðari útgefendur geti byggt á betri grundvelli en nú er völ á. Einar Már Jónsson „Núna er veruleikinn alit í einu orðinn dýrmætur" Sveinbjöm I. Baldvinsson. Stórir brúnir vængir. Almenna bókafélagið 1989. 160 bls. Smásagnasamkeppni Listahátíðar 1986 vargott og þarft framtak. í keppnina bámst 370 sögur og voru 14 þeirra þá um vorið gefnar út á bók er bar nafnið Smásögur listahátíðar. Það vakti þó athygli margra og undmn að þær sögur er dómnefndin valdi til bókarinnar vom flestar verk höfunda er þekktari vom fyrir ýmislegt annað en smásagnagerð. Svo var um söguna „Icemaster“ er hlaut fyrstu verðlaun en höf- undur hennar, Sveinbjöm I. Baldvinsson, hafði þá sent frá sér þijár ljóðabækur og skrifað eitt sjónvarpsleikrit. Allt um það þá var saga Svein- bjamar vel að verðlaununum komin, og lítið breytt er hún ein af þeim fimm sögum er fyrsta smásagnasafn hans, Stórir brúnir vœngir, hefur að geyma. Efni sagnanna Smásagnasafn Sveinbjamar dregur nafn sitt af fyrstu og langlengstu sögu bókarinnar. Hið gamalkunna máltæki Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur lýsir þema hennar vel en hún segir frá viðbrögðum dæmigerðrar íslenskrar hversdagsfjölskyldu þegar í ljós kemur að fjöl- skyldufaðirinn, Jón Steinsson, er með heilaæxli 96 TMM 1990:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.