Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 102
„Sviðnar minningar“ Kristján Kristjánsson. Minningar elds. Almenna bókafélagið 1989. 204 bls. Minningar elds er fyrsta skáldsaga Kristjáns Kristjánssonar en áður hafði hann sent frá sér ljóðabækumar Svartlist (1984) og Dagskrá kvöldsins (1986). Eins og titillinn bendir til snýst atburðarásin einkum um endurminningar. Aðalpersónumar, Axel og Orri, rifja hvor í sínu lagi upp meginviðburð lífs síns sem gerðist tuttugu og þremur ámm áður en sagan hefst og þau eftirmál sem hann hafði. Aðdragandi hans er að vinskapur tekst með Axel og Orra þegar Axel kemur til þorps úti á landi þar sem faðir hans hefur verið settur prestur. Vináttan steytir á skeri öfundar og afbrýði þegar frænka Orra, Man'a, kemur í plássið og þau verða homin í gamalkunnum þríhymingi ástarinnar. Uppgjör vinanna tveggja er fremur dapurlegt. Orri sem María hefur hafnað í skiptum fyrir Axel, nauðg- ar henni og í hefndarkasti kveikir Axel í felustað Orra, gömlu húsi við höfnina, og ætlar sér hálft í hvom að brenna Orra þar inni. Litlu munar að það takist því Orra er bjargað nær dauða en lífi úr bálinu. Hann verður aldrei samur eftir þenn- an atburð, lokast inni í sjálfum sér og líkist mest svefngengli, sinnu- og hirðulaus um umhverfi sitt. Axel íféttir ekki af afdrifum hans fyrr en fimmtíu ámm síðar þar sem hann hafði farið burt úr plássinu strax eftir bmnann. En upp frá því tekur hann að heimsækja Orra reglulega á stofnunina þar sem hann dvelst. Sögumenn Þeir félagar rifja upp þennan harmleik ævi sinn- ar á nokkuð ólíkan hátt og sá munur speglast glöggt í sjónarhomunum. Orri segir frá í fyrstu persónu en frá Axel er sagt í þriðju persónu. Sjónarhom Orra er hið hefðbundna sjónarhom endurminninganna. Það er klofið í þann Orra sem upplifði atburðina og þann sem segir ffá þeim síðar. Þessi tvískinnungur gerir Orra kleift að slá saman tímaskeiðum, stökkva frá nútíð yfir í fortíð og aftur til baka. Jafríframt má líta á hana sem táknmynd tilveru hans og sálarlífs; þau tvö hom sem sjálfsmynd hans skiptist í. Hann er seinþroska; tíu ára bam í fullorðnum líkama. Þegar hann hefur frásögn sína er tuttugu og þriggja ára gloppa í lífi hans. Hann er þá á leið á sjúkrahús þar sem gera á að sárum hans eftir að hann hefur brennt sig á sjóðandi vatni. Hann vaknar af löngum dvala og man einungis eftir sér sem þeim Orra er lenti í bmnanum. A hinn bóginn er hann að vakna til vitundar um lífið í kring um sig og skynjar að hann hefur breyst. Sú mynd sem hann gerði af sjálfum sér fyrir tuttugu og þremur árum er ekki sú sem hann hefúr núna fyrir framan sig. Hann strýkur af sjúkrahúsinu og ranglar um bæinn og niður á höfn. Þar slæst hann í hóp drukkinna sjómanna sem taka hann með sér um borð í togara sem lætur úr höfn með Orra innanborðs. Þetta strok hans kemur róti á reglubundin samskipti hans og Axels sem falist hafa í mánaðarlegri sunnu- dagsheimsókn Axels á stofnunina. Axel er er nú neyddur til að horfast í augu við fortíðina. Öfugt við Orra er hann því ekki látinn rifja upp fortíð sína. I stað þess er sjónarhomið fært aftur í tíma og greint frá atburðunum eins og þeir gerðust fyrir tuttugu og þremur árum, óháð því sem hefur átt sér stað í millitíðinni. Kristján nýtir þennan möguleika þriðju persónu sögu- mannsins mjög vel. Hann fléttarendurlitið sam- an við aðalfrásögnina og skapar með þessum hætti mótvægi við frásögn Orra. A milli tveggja ólíkra sjónarhoma þeirra félaga myndast spenna sem felst í mismunandi túlkun þeirra á veruleikanum, spenna sem mögnuð er með hinni framandlegu sýn Orra á umhverfið. Stíll og myndmál Þó verkið sé raunsætt fellur Kristján ekki í þá gryfju að gleyma módemismanum. Mörgum nýraunsæju höfundanna reyndist á sínum tíma erfitt að muna að forsprakkar módemisma í sagnagerð byltu flestu sem hægt er að bylta á því sviði og skrifuðu því verk sem einkennast af þessari gleymsku. Bygging Minninga elds ber hins vegar góðu minni höfundar vitni. Hún 100 TMM 1990:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.