Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 2
„Kringla heimsins,
sú er mannfólkiö byggir,
er mjög vogskorin."
Þannig hefst Ynglinga saga, fyrsta sagan í riti Snorra
Sturlusonar um Noregskonunga, og af þeim dró verkið síð-
ar nafn sitt: Heimskringla. Um þessar mundir eru 750 ár
síðan Snorri var veginn kalda septembernótt í Reykholti. Af
því tilefni er Heimskringla væntanleg í nýrri útgáfu hjá Máli
og menningu. Útgáfan er í þremur bindum, í tveim hinum
fyrri er texti verksins á nútímastafsetningu með ítarlegum
vísnaskýringum, í þriðja bindi eru skýringar og efni sem
með ýmsum hætti tengist Heimskringlu eða varpar Ijósi á
vinnubrögð og aðferð Snorra: m.a. rækilegur formáli um
ævi Snorra og verk, tæplega 100 landakort sem greiða les-
endum leið um sögusviðið, um 80 ættartölur og skýringar-
myndir, orðskýringar, töflur, nafnaskrá, staðarnafnaskrá og
aðrar skrár. Ritstjórn verksins er í höndum þeirra Örnólfs
Thorssonar, Jóns Torfasonar, Braga Halldórssonar og
Bergljótar S. Kristjánsdóttur en þau hafa m.a. áður staðið
að heildarútgáfu íslendinga sagna og þátta og vandaðri út-
gáfu Sturlunga sögu í þremur bindum.
Heimskringla er væntanleg innan tíðar.
Mál og menning