Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 28
Áður en ég fer verð ég þó að gera eitthvað í þessu með Sillu greyið.
Ekki gæti ég tekið hana með mér þótt ég vildi því ég fer svo í hana. Og
hún í mig.
Um daginn reyndi ég að útskýra fyrir henni mína líðan. Það var áður
en ég fór á ráðstefnuna. Hún sagði bara: „Jesús minn-glætan“. Og boraði
einum puttanum í hausinn á sér og benti honum svo niður í gólfið. Eins
og hún gerir alltaf núorðið. Ég veit hún er byrjuð á túr og ég hef líka
fundið gúmdrasl inni hjá henni. Þýðir ekkert að ræða það. Ég reyndi það
þó líka, en þá setti hún græjumar í botn og boraði og benti puttanum.
Ef ég hef reynt að ræða þetta við Kela segir hann: „Konur em erfiðar
og konur eiga erfitt.“
Sú japanska sagði að Silla væri ekki mín og ég ekki hennar, enginn
væri neins.
Ráðstefnan var í viku. Á mánudeginum talaði sú japanska ekkert við
mig prívat en hún gerði það á þriðjudeginum. Við vorum tvær einar
smástund og hún spurði hvort ég væri með verki. „Já“, sagði ég. „Karl-
menn eru allir nákvæmlega eins,“ sagði hún þá og skellti duftpúða á bakið
á mér.
Þegar við vomm tvær einar smástund á miðvikudeginum sagði hún
þetta með að enginn væri neins og blandaði tvenns konar duft handa mér.
Á fimmtudeginum sagði hún svo við mig inni hliðarherbergi: „Ég
sakna svo bamanna minn í Tókíó.“ Hún táraðist smástund. Og gaf mér
þrenns konar duft.
Á föstudeginum var hún svo upptekin og að mér fannst ringluð. Hún
þurfti að pakka mörgu. Ótal sjölum og öðmm fatnaði. Mörgum smátösk-
um, stóm kassettutæki, sægrænu, og stórri myndavél, eldrauðri.
Mig langar svo til pabba. Kata segir að maður megi það alls ekki bara
svona bingó, sjálfur.
Sú japanska minntist ekkert á svoleiðis lagað. Hún hefur nú ekki
svarað bréfunum mínum ennþá. Eða sent mér duft. Enda hefur hún svo
mikið að gera í fyrirlestrunum.
Mig langar svo til pabba.
Ég þekkti pabba ekki að ráði. Hann býður ekki uppá svoleiðis.
Þessvegna langar mig svo til hans. Mér líkar betur við fólk sem ég þarf
ekki að þekkja að ráði.
Eins og þá japönsku.
26
TMM 1991:4