Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 35
úr fangelsinu, var Laxness staddur í Ham-
borg og bauð honum að koma og heim-
sækja sig. Janka varð að afþakka boðið því
honum var bannað að ferðast til annarra
landa, hvort heldur þau lágu fyrir austan
jámtjald eða vestan þess. Síðan þá hefur
Laxness ekkert frétt af þessum fyrrverandi
forleggjara sínum, og hélt víst að hann væri
löngu dáinn, þangað til síðasta sumar að
honum barst kveðja frá Walter Janka og
Charlottu.
Eftir að Janka kom úr fangelsinu vann
hann fyrst í stað fyrir sér við þýðingar. Síðar
fékk hann vinnu sem dramatúrg hjá austur-
þýska kvikmyndafyrirtækinu DEFA. Hann
fékk uppreisn æru nokkrum mánuðum áður
en múrinn féll og býr nú ásamt Charlottu í
Kleinmachnow, fallegu þorpi við útjaðar
Berlínar. Hann er 77 ára gamall og allur
hinn reffilegasti: heimsborgari og bylting-
armaður, fómarlamb nasista og kommún-
ista. Þegar ég heimsótti hann var hann
klæddur teinóttum jakkafötum og ljós-
brúnni khakiskyrtu, fráhnepptri í hálsinn.
Það eina sem hann er óhress með — fyrir
utan rithöfundana sem bmgðust honum —
er að læknirinn hans hefur bannað honum
að reykja. Hann reykti alltaf mexíkanskar
sígarettur. Ævisagan hefur selst vel og hann
er nýbúinn að kaupa sér dimmbláan Mer-
cedes Benz. Að skilnaði, sagði hann. „Ég er
sannfærður um að kapítalisminn á eftir að
tortíma sjálfum sér og kannski öllu mann-
kyninu."
Greinin er byggð á útvarpsþætti höfundar
um Walter Janka.
1. Walter Janka. Spuren eines Lebens. Berlin
(Rowolt-Berlin) 1991.
2. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Halldór Lax-
ness in Deutschiand. (Prófritgerð). Frankfurt
a.M. 1989.
TMM 1991:4
33