Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 40
unga sinna. Athuguð hafa verið manntölin í Suður-Þingeyjarsýslu 1890 og 1901. Þar er sérstakur dálkur með upplýsingum um trúarbrögð og er hin venjulega táknun „lút- erskur", „lúterstrúar“, „lúters-“ eða „í þjóð- kirkjunni". Af 48 meðlimum bókafélags Ofeigs í Skörðum og félaga voru sex erlendis í ann- að skiptið sem áðumefnd manntöl voru tek- in. Þeir em allir skráðir lútherskir eða í þjóðkirkjunni í hitt skiptið. Einn félags- maður er á hvomgu manntalinu. Af hinum 41, sem fundnir verða á báðum manntölun- um, telja eftirfarandi menn sig hafa aðra trú en hina hefðbundnu lúthersku þjóðkirkju- trú við manntalið 1890: Ásgeir Blöndal, Húsavík, fríþenkjari. Benedikt Jónsson, Auðnum, engin. Pétur Jónsson, Gautlöndum, friþenkjari. Steinþór Bjömsson, Helluvaði, „gaf ekkert í ljós um trú sína“. . Þrír hinir fyrst nefndu töldu sig hins vegar lútherstrúar eða í þjóðkirkjunni við mann- talið 1901. Hér em tveir aðal-forystumenn bókafélagsins í uppreisnarhug gegn kirkju og trúarbrögðum við stofnun félagsins, en virðast hafa dofnað í þeim áhuga næstu tíu árin. Meðal hinna óbreyttu liðsmanna varð þróunin önnur, að hve miklu leyti sem bókakostur félagsins hefur stuðlað að henni. Við manntalið 1901 töldu eftirtaldir félagsmenn trúarbrögð sín önnur en hin venjulegu lúthersku eða í þjóðkirkju: Hólmgeir Þorsteinsson, Vallakoti, teismi. Jón Jónsson, frá Þverá, engin trúarbrögð. Sigtryggur Kristjánsson, Kasthvammi, frí- þenkjari þjóðk[irkju]. Sigurður Sigfússon, Halldórsstöðum, guðstrúar. Sigurjón Friðjónsson, Sandi, utan k(irkju]- fél[ags]. Steinþór Bjömsson, Litluströnd, teist. Af 41 félagsmanni, sem athugaðir verða við bæði manntölin, em því níu sem opin- berlega sýna uppreisnarhug gegn viðtekn- um trúarvenjum einhvem tíma á því tímabili sem bókafélagið starfaði. Raunar sýnir þetta hið sama og ráða má af öðmm heimildum að á síðasta áratug 19. aldar var Benedikt í mestum uppreisnarhug gegn viðteknum lífsviðhorfum hinnar lúthersku þjóðkirkju. Gott dæmi um það er bréf sem hann skrifaði Valdimar Ásmundssyni 26. des. 1893: Eg er nú orðinn sannfærður um að það er satt, sem ég lengi hélt að væri tómt hum- bugg, að hvergi á landinu er eins mikið hugsað um annað en munn og maga sem hér í Þingeyjarsýslu, hvort sem það nú horf- ir til gagns eða ógagns. Það er líka alltaf [að] þynnka skelin ofan á ólgunni og löng- unin og áræðið að vaxa til þess að brjóta hana til fulls. Kirkjan er talsvert farin að riða, sem betur fer. Eg gat einhvem tíma um við yður að við hefðum hér bókafélag (O.S.& F.). Þetta félag er með fullu lífi. Raunar eru ekki í því nema rúml. 20 menn, en þeir em víðs vegar um allt héraðið. Nú á þetta félag gott bókasafn, sem ég varð- veiti, og kaupir árlega frá 50-100 kr. virði í útlendum bókum og tímaritum til þess að reyna að fylgja ofurlítið með því er gerist í hinum andlega heimi. Félag þetta hefir haft mikil áhrif. I því eru 5 prestar, og þótt sumir þeirra ekki vilji játa það, þá leynir sér ekki, að lestur bókanna hefir verkað mjög á þá. Sra Ámi var t.d. all-„intolerant“ er hann kom hér. Nú er hann þvert á móti, og allir bestu vinir hans hér eru algerðir fríhyggj- endur. Aftur eru aðrir prestar, t.d. sra Jón Arason í Húsavík og sra Matthías á Helga- 38 TMM 1991:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.