Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 42
að verja sig og sína skoðun, og út úr því ætti
að verða „hríð er þeim svíði“ andlegu
„njólastrokkunum“. Eg gat ekki stillt mig
um að skrifa Jóh[annesi] nýlega og hvetja
hann til vamar og sendi honum nokkur rit
sem ég hafði ensk og ameríkönsk (Huxley,
Watt, Ingersoll etc.) og vísaði honum á
grein í Tilskueren í sept. í haust eftir dansk-
an guðfrœðing, Birkedal, um hið kirkjulega
ástand. Það mætti benda séra M[atthíasi] á,
hvort það muni allt vera hálfmenntaðir
aplakálfar sem tala um kirkjuna líkt og
Jóh[annes]. Það eralltaf í mérglímuskjálfti
síðan þessar ritgerðir komu út, því mér er
stórilla við kirkjuna, hversu gömul sem hún
er og æru verðug. Það er engin institution til
jafn-demoraliserandi sem hún og drepandi
fyrir alla andlega og líkamlega framtaks-
semi, og enga bók þekki ég jafnskaðlega
sem ritninguna ef hún er skoðuð sem trúbók
og moralskur mælikvarði, því bæði er hún
siðlaus og ólógisk og hlýtur því að sýkja
andlega hvem þann sem trúir henni. Bótin
er að þeir em fáir, en þá kemur yfirdreps-
skapurinn, og hann er litlu betri.1-
Þó að þær greinar, sem Benedikt birti um
stjómmál og verslunarmál, væru einatt
bomar uppi af siðferðilegri alvöm og með
sterkum gmnntóni heimspekilegrar lífsaf-
stöðu, er í rauninni ekki nema ein grein eftir
hann sem beinlínis var innlegg í umræðu
um trúmál, heimspeki eða lífsafstöðu. Þar
réðst hann þá ekki heldur á garðinn þar sem
hann var lægstur. Tildrögunum að ritun
þeirrar greinar lýsir Benedikt í fyrsta bréf-
inu sem hann skrifaði Þorsteini Erlingssyni
6. febr. 1897:
Erindið var nú Iíka við ritstjóra „Bjarka"
og krefst dálítils formála. í febrúamúmeri
Kirkjublaðsins f.á. kom út ritgerð eftir
Grím sál. Thomsen um bók Balfours um
trúna. Þessi ritgerð átti víst að vera eins
konar andlegur leiðari fyrir fólkið og við-
vörun gegn því að hætta sér of langt út fyrir
gmndvöll kirkjunnar, en var of heimspeki-
leg til þess að almenningur hefði hennar
nokkur not eða skildi hana. Hitt gat hvert
barn skilið að allar hinar nýrri heimspeki-
stefnur vom fyrirdæmdar og hörðum orð-
um farið um ýmsa nafnkennda menn. Mér
fannst strax að frjálst hugsandi menn mættu
ekki þegja við þessari ritgerð, því þama
kom mótspyma fram klædd í dularbúning
heimspekilegra forma og hulin í moldryki
vísindalegra orðatiltækja sem auðsjáanlega
mundi fylla augu almennings. En verst
voru þó ummælin um aðraeins menn og þá
Spencer, Mill, Darwin og Huxley, þau
hlutu að blekkja menn sem ekkert vissu um
þá annað en það sem þama stóð í K[ir]kju-
bl|aðinu]. — Auðvitað fann ég glöggt van-
mátt minn til þess að bera blak af þessum
mönnum, en ég þóttist líka vita að enginn
mundi gera það eins og á daginn er komið.
I apríl í fyrra reit ég því dálitla grein, og
eftir ráðum vina minna og félaga, Jóns í
Múla og Péturs Gauta, sendi ég hana
Kirkjublaðinu og bað ritstjórann að senda
mér blöðin til baka ef hann tæki ekki grein-
ina sem ég alltaf bjóst við.
Svo leið nú og beið, og ekki kom greinin
og ekkert svar frá ritstjóranum. í haust
skrifaði ég honum og bað hann að senda
mér blöðin, því ég átti ekki rétta afskrift af
þeim, og nú með seinasta pósti fékk ég þau
loks, nær því útslitin eins og þér sjáið; hafa
þau auðsjáanlega gengið manna á milli,
enda finnst mér næstum eins og K[ir]kju-
bl[aðið] hafi stundum verið að mótmæla
þessari grein, eins og t.d. þar sem það flytur
fáein orð þýdd eftir Spencer úr svari hans
gegn Balfour svo þrælslega slitin út úr réttu
sambandi að þau gefa lesendum K[ir]kju-
bl[aðsins] í skyn, að Spencer treystist ekki
lengur til að verja lífsskoðun sína eða
standa við hana. Og enginn skiptir sér af
þessu! Ekki þyrfti nema að þýða dálítið
40
TMM 1991:4