Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 54
I Mosavaxið skífuþakið á húsinu bylgjaðist í hitauppstreyminu. Undir þakskegginu voru tvö svölungahreiður. Allt frá því snemma um vorið hafði konan dáðst að leikni fuglanna við hreiðurgerðina. Þeir festu límkenndan leir á húsvegginn undir þakinu og voru á örskömmum tíma búnir að byggja fullkomlega egglaga hús með litlu opi efst. Núna heyrði hún hávært tístið í ungunum þar sem þeir kölluðust á við foreldra sína sem voru á stöðugu flugi fram og aftur með flugur til þeirra. Henni þótti vænt um svölungana. Gamla fólkið í þorpinu sagði að svölungahreiður væru heillatákn. Er konan lét augun hvarfla yfir matjurtagarðinn sá hún að uppstunginn flákinn myndaði aflangt sár í gróandann sem nýtekin gröf. í huganum skipti hún honum í reiti fyrir hinar ýmsu matjurtir sem græða myndu sárið. Rétt þar sem hún hafði lagt frá sér rekuna sá hún þá glampa á málm í moldinni. Hugsunarlaust stóð hún á fætur til að fjarlægja aðskotahlutinn sem reyndist vera látúnshnappur. Hún nuddaði af honum moldina með fingrunum og velti honum í lófa sér. Framan á hnappinn var greyptur hakakross. Þar sem konan starði á glampandi hnappinn í sólinni rann upp fyrir henni að hann var af þýskum herbúningi frá því í stríðinu. Henni hnykkti við og óljósu hugboði skaut upp í höfði hennar. Hvaða sögu átti þessi hnappur og hvemig var hann þangað kominn? Það var óhugsandi að ímynda sér stríð í hennar garði. Konan settist aftur í garðstólinn með hnappinn í hálfopnum lófanum. Hún horfði á húsið sem hafði staðið þarna í meira en öld og reyndi að sjá fyrir sér fólkið sem þar hafði búið á undan henni. Kannski hafði það líka glaðst í hjarta sínu yfir svölungahreiðrum. Nokkra stund sat hún þungt hugsi en vaknaði svo til veruleikans við að henni var orðið hrollkalt. Það hafði dregið fyrir sólu og óveðursský hrönnuðust upp úti við sjóndeildarhringinn. I flýti tíndi hún saman áhöldin og gekk frá þeim í garðskýlinu. Þegar hún sneri til baka eftir stólnum var orðið hálfdimmt og stórir dropar féllu til jarðar. Loftið var dauðakyrrt og þrumugnýr barst úr fjarska. Hún sá að vænlegast var að láta stólinn bara liggja og sneri við að húsinu. Út um opinn gluggann á stofunni barst vélbyssugjamm og sprengingar. Glampar frá skjánum lýstu upp herbergið og bjöguðum skuggum barnanna brá á veggina sem snöggvast. 52 TMM 1991:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.