Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 71
Endurreisnarmenn íslenska rokksins. Megas og Kukl 1985. Mynd: Sverrir Vilhelmsson.
fengið fullveldi, og þá gat hún loks tekið til
máls á íslensku á eigin forsendum. Dægur-
lagahöfundamir sem komu fram um 1975
unnu allir úr íslenskri menningararfleifð,
Megas á róttækastan hátt, en ýmsir aðrir
einnig með nýjum og ferskum hætti. Að
baki þeirra stóðu þær þúsundir ungmenna
sem höfðu tekið virkan þátt í mótun æsku-
menningarinnar.
Þegar pönkbylgjan blés nýju lífi í íslenska
æskumenningu upp úr 1980, þurfti hún ekki
lengur að berjast fyrir frumréttindum æsku-
menningar né heldur tengja hana þjóð-
menningunni. Islensk æska var bæði hluti
hennar og alþjóðlegs æskusamfélags. Hins
vegar hleypti pönkbylgjan nýju lífi í gras-
rætur æskumenningarinnar og tók til máls
á myndugri hátt en fyrirrennarar hennar.
Islenskt rokk 8. áratugarins var afturhverft
í þeim skilningi að það vann úr rokkhefðum
undangenginna áratuga og tengdi þær ís-
lenskri þjóðmenningu, en pönkið gat byggt
á þeim grunni og horft fram á veginn.
Um miðjan 9. áratuginn var rokkið enn
einu sinni í lægð, en rætur þess voru enn
sterkar, og undir lok áratugarins rann upp
nýtt blómaskeið í íslenska rokkgarðinum.
Fjölbreytnin varð einn helsti styrkur rokks-
ins á þessu skeiði. Alþjóðleg velgengni
Sykurmolanna hefur örvað aðrar hljóm-
sveitir úr tilraunageiranum til dáða og
þjappað mörgum þeirra saman undir merki
Smekkleysu. Margir gömlu pönkaramir
hafa snúið sér að auðmeltari tónlist án þess
að gleyma hinum skapandi þætti, og mörg-
um „skallapopparanna“ sem pönkaramir
hæddu, varð gagnrýnin hvatning til dáða.
Nábýlið við öflugan djassgeira hefur líka
TMM 1991:4
69