Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 78
sjónum, og að menn væru komnir af fisk-
um. Þessu trúum við eins og sakir standa,
og höfum gert í meira en hundrað ár hér á
Vesturlöndum eftir nokkra mæðu. Þegar
því var fyrst haldið fram á síðustu öld,
einkanlega af Charles Darwin, að lífið hefði
hafizt og síðan þróazt með þessum hætti þá
varð allt vitlaust. Hugmyndin þótti fráleit,
og stórhættuleg bæði trú og siðferði. Eng-
um datt annað í hug framan af, að ég bezt
veit, en að hugmyndin væri ný. En þá var
hún svona ævagömul. Hún kviknaði strax í
árdaga vísindalegrar hugsunar. Og með
henni varð það til sem við köllum líffræði.
Anaxímandrosi eru eignuð margvísleg
afrek önnur en þessi. Eina heimspekisagan
sem við eigum úr fomöld er /7 eimspekinga-
œvir eftir Díógenes Laertíos. Þar er stuttur
kafli um Anaxímandros, og í þeim kafla
segir að hann hafi fyrstur manna fundið upp
sólsprota til að mæla hæð og stefnu sólar-
innar, tímamæli, landakort og stjömu-
hnött.1 Það er óvíst hvað þetta er
áreiðanlegur fróðleikur. Til dæmis segir
Heródótos sagnritari að sólsprotinn hafi
borizt til Grikklands frá Babýlon,2 og enn
ein heimild segir að Anaxímandros hafi
flutt sólsprotann til Grikklands. Reyndar
sýnir kaflinn um Anaxímandros vel hvað
Heimspekingaævir geta orðið óáreiðanleg-
ar, því að þegar kemur að kenningum
Anaxímandrosar ruglar Díógenes honum
alveg saman við Anaxagóras sem var miklu
yngri höfundur og af allt öðm sauðahúsi.
En við vitum alveg nóg um Anaxí-
mandros til að geta sagt það fortakslaust að
þar sem hann fór hafi farið einhver ágætasti
afreksmaður í allri sögu mannsandans. Þess
vegna væri gaman að geta botnað eitthvað
í honum. Hvernig hugsaði hann? Við hvaða
gátur var hann að glíma? Hvemig fór hann
að því að glíma við þær?
II
Frumherjar grískrar heimspeki em heill-
andi efni en að sama skapi erfitt viðfangs.
Helzti vandinn er sá að heimildir okkar eru
allar í brotum, enda eru þær aldrei kallaðar
annað en brot. Brot frumherjanna — Die
Fragmente der Vorsokratiker — heitir
frægasta útgáfa á því litla sem við höfum í
höndunum um þá.4 Brotin em stuttar glefs-
ur frá ýmsum tímum, ýmist ófullkomnar
tilvitnanir í rit sem frumherjamir sjálfir eiga
að hafa skrifað eða ummæli yngri höfunda
um kenningar þeirra. Anaxímandros er
sagður hafa samið eina bók með heitinu Um
náttúruna, og úr henni höfum við ekki
nema eina fáorða klausu sem er þó oft köll-
uð „stóra brotið“ því að hin brotin fjögur
sem honum em eignuð í Brotum frumherj-
anna em svo ógnarsmá vexti.
Við þessum arfi er svo hægt að bregðast
á ýmsa vegu. Ein leiðin er sú sem allur þorri
sérfræðinga um frumherjana virðist fara. Þá
er rýnt í orðalag á heimildum af fræðilegri
smásmygli, og oftar en ekki í þeim endan-
lega tilgangi að sýna fram á að allar kenn-
ingar sem miður nákvæmir höfundar hafa
haft um frumherjana standist ekki í ljósi
hinnar ýtmstu nákvæmni um einstök atriði.
Þannig megi til að mynda ekki með neinu
móti eigna Anaxímandrosi neinar hug-
myndir um óendanleikann þó svo að það
hafi Aristóteles gert þegar í fomöld. Það
væri tímaskekkja vegna þess að skýrar hug-
myndir um óendanleikann hafi ekki komið
til sögunnar fyrr en með þeim Melissosi og
76
TMM 1991:4