Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 90
lífsins í hafinu? Við spumingum eins og
þessum á Vlastos nánast engin svör, nema
ef telja skyldi mjög umdeilanlegar hugleið-
ingar um merkingu orðsins „fýsis“ eða
„náttúra“. Náttúruhyggjukenningin um
frumherjana er ekkert nema sleggjudómur.
En ég hef ekkert að athuga við sleggju-
dóma sem slíka. Ég er afskaplega hrifinn af
sleggjudómum Poppers um Anaxímandros
og Herakleitos. En mér virðist sleggjudóm-
urinn um náttúmhyggju eða veraldar-
hyggju elztu frumherjanna ekki varpa
minnsta ljósi á neitt af því litla sem við
vitum um þá með einhverri vissu, til dæmis
ekki á jarðmiðjukenningu og ómæliskenn-
ingu Anaxímandrosar. Og hann kemur ekki
að minnsta gagni við að skýra samhengi
sögunnar — til dæmis samband Anaxí-
mandrosar við Þales kennara sinn eða
Pýþagórasar við Anaxímandros — að svo
miklu leyti sem það er hægt.
I staðinn fyrir þennan sleggjudóm vil ég
því setja annan: sá er að það sem mestu
skiptir um frumherjana í Míletos, og raunar
alla þá sem yngri eru frá Pýþagórasi til
Demókrítosar, sé skynsemishyggja í allt
öðrum skilningi en hjá Þorsteini Vilhjálms-
syni og Gregory Vlastos, nefnilega rökvísi
þeirra sjálf og síðan trú þeirra sem þeir
sönnuðu í verki á mátt þessarar rökvísi. Og
ef við viljum skilja þá, þurfum við fyrst og
fremst að reyna að grafast fyrir um rökin
sem þeir færðu fyrir kenningum sínum, eða
geta okkur til um þau þegar við getum ekki
grafið lengur, í staðinn fyrir að gera þá að
nítjándu aldar náttúrufræðingum sem eru á
móti prestum.
VII
Eitt af því sem margir hafa áhuga á um hina
elztu heimspeki er hvers vegna hún varð til,
og hvers vegna hún varð einmitt til á þess-
um litla stað sem Grikkland var og er, og
meðal þjóðar sem talaði grísku. Svona
spumingu er auðvitað ókleift að svara. Af
hverju settu Islendingar saman bókmenntir
sínar á miðöldum? Af hverju kom annað
blómaskeið í íslenzkri menningu á fyrra
helmingi 20stu aldar og leið svo hjá með
sömu skyndingu og það hófst? Hafði bættur
efnahagur eitthvað með það að gera? Eða
byltingar þjóðlífsins eins og fólksflutning-
amir á mölina? Eða sjálfstæðisbaráttan sem
svo er nefnd? Eða heilsufarið og langlífið?
Eða snaraukin samskipti við útlönd? Við
kunnum nákvæmlega engin svör við þess-
um spumingum um tíma sem við þó höfum
lifað að einhverju leyti sjálf. Hvemig í
ósköpunum ættum við að geta svarað sams
konar spurningum um löngu liðinn tíma
sem hefur engu leift nema margvíslega lest-
um minjum hér og þar í löngu hmndum
borgum?
Eitt lítið atriði fínnst mér þó freistandi að
nefna fólki til umhugsunar. Platón segir þá
sögu í löngu máli í Lögunum að flóð hafi
gengið yfir heimsbyggðina og mannfólkið
flúið til fjalla. Þar bjó það á hverjum stað
eftir háttum forfeðranna að hætti kýklópa
hjá Hómer og hafði hvorki ráðstefnur né
lög. Svo þegar flóðið rénaði lögðust ungir
menn í ferðalög og komu þá til annarra
kýklópa og kynntust framandlegum siðum.
Af því kviknuðu svo hugmyndir hjá þeim
um að breyta til heima hjá sér og siðmenn-
ing hófst í heiminum á nýjan leik.'
Það eru mörg hugleiðingarefni í þessari
sögu: um flóðið, um ferðalögin, um breyt-
ingar sem forsendur siðmenningar. En ég
ætla að nema staðar við aðeins eitt lítið
atriði sem óvíst er að allir hafi tekið eftir í
88
TMM 1991:4