Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 102
I
skildi ekki hvað Ladogin var að fara, eða vildi ekki skilja, sagðist líka
hafa séð alveg nægju sína af stríði og vonaði, að Malmberg, ég, túlkurinn
og ekillinn þyrftum aldrei að fara með vopnum mót öðru fólki, ekki einu
sinni útlendingum.
í borgargufubaðinu var allt til reiðu, snæðingur á borði í fremra
herberginu, eldur brann í aminum, drykkir á færanlegum vagni og bjór
á borðinu. Borgarstjóri benti mönnum að gera svo vel, hneigði sig
sýnilega ánægður. Ég var svolítið montinn af honum og borginni, hrósaði
honum. Malmberg vildi fá túlkinn með í gufubaðið, lofaði bakþvotti.
Túlkurinn flissaði, en þáði ekki boðið. Borgarstjóri skipaði henni að taka
til matar og drykkjar; túlkurinn fór og settist á sófa út við vegg.
— Tja. Herra borgarstjóri. Það er búið að eta og drekka allt kvöldið,
sagði túlkurinn.
Við fórum inn í fataherbergið og afklæddumst. Borgarstjóri rétti
okkur handklæði til að breiða á bekkina, hann leiddi Ladogin við hönd
sér inn í gufubaðið eins og lítið bam. Á bekkjunum sagði Ladogin frá því
á þýsku að um sína daga hefði hann að minnsta kosti farið í rússneskt,
tyrkneskt og fínnskt gufubað. Malmberg þýddi; borgarstjóri ályktaði að
Ladogin gæti hafa verið í gufubaðsnámi. Þegar Malmberg reyndi að þýða
þetta fyrir Ladogin, varð hann þögull, sat á bekknum með kreppta hnefa
og starði á borgarstjóra. Borgarstjóri skvetti á steinana: Gufan var þurr
og heit, eins og er í rafmagnshituðum gufuböðum. Ég sagði við borgar-
stjóra, að hann ætti að ráða gamlingja borgarinnar til að bera fleiri steina
í ofninn, það væri eina leiðin til að fá réttan anda í gufuna. Borgarstjóri
sagði, að í nánustu framtíð yrði borgin að ráða fram úr stærri málum en
rakastigi gufunnar, eftir sumarið væri talið að atvinnuleysið mundi enn
vaxa til muna. Hann spurði, hvort við þyrftum að senda stúlkumar í frí.
Ég sagðist enn ekki vita það nákvæmlega, það ylti mikið á pöntun
nágrannans.
Ladogin skipaði okkur að tala þýsku. Ég sagði, að borgarstjórinn
kynni hana ekki; Ladogin undraðist að slíkur stríðsjúnkær og vopna-
bróðir fasistanna hefði ekki numið tungu samglæpamanna sinna. Ég
þýddi þetta fyrir borgarstjóra. Hann danglaði glaðlega í axlir Ladogins,
sagðist um sína daga hafa skotið bæði Rússa og Þjóðverja, en ætíð hafa
verið á bandi Engilsaxans.
— Líka Ameríkana? spurði Ladogin þegar ég hafði þýtt.
100
TMM 1991:4