Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 102
I skildi ekki hvað Ladogin var að fara, eða vildi ekki skilja, sagðist líka hafa séð alveg nægju sína af stríði og vonaði, að Malmberg, ég, túlkurinn og ekillinn þyrftum aldrei að fara með vopnum mót öðru fólki, ekki einu sinni útlendingum. í borgargufubaðinu var allt til reiðu, snæðingur á borði í fremra herberginu, eldur brann í aminum, drykkir á færanlegum vagni og bjór á borðinu. Borgarstjóri benti mönnum að gera svo vel, hneigði sig sýnilega ánægður. Ég var svolítið montinn af honum og borginni, hrósaði honum. Malmberg vildi fá túlkinn með í gufubaðið, lofaði bakþvotti. Túlkurinn flissaði, en þáði ekki boðið. Borgarstjóri skipaði henni að taka til matar og drykkjar; túlkurinn fór og settist á sófa út við vegg. — Tja. Herra borgarstjóri. Það er búið að eta og drekka allt kvöldið, sagði túlkurinn. Við fórum inn í fataherbergið og afklæddumst. Borgarstjóri rétti okkur handklæði til að breiða á bekkina, hann leiddi Ladogin við hönd sér inn í gufubaðið eins og lítið bam. Á bekkjunum sagði Ladogin frá því á þýsku að um sína daga hefði hann að minnsta kosti farið í rússneskt, tyrkneskt og fínnskt gufubað. Malmberg þýddi; borgarstjóri ályktaði að Ladogin gæti hafa verið í gufubaðsnámi. Þegar Malmberg reyndi að þýða þetta fyrir Ladogin, varð hann þögull, sat á bekknum með kreppta hnefa og starði á borgarstjóra. Borgarstjóri skvetti á steinana: Gufan var þurr og heit, eins og er í rafmagnshituðum gufuböðum. Ég sagði við borgar- stjóra, að hann ætti að ráða gamlingja borgarinnar til að bera fleiri steina í ofninn, það væri eina leiðin til að fá réttan anda í gufuna. Borgarstjóri sagði, að í nánustu framtíð yrði borgin að ráða fram úr stærri málum en rakastigi gufunnar, eftir sumarið væri talið að atvinnuleysið mundi enn vaxa til muna. Hann spurði, hvort við þyrftum að senda stúlkumar í frí. Ég sagðist enn ekki vita það nákvæmlega, það ylti mikið á pöntun nágrannans. Ladogin skipaði okkur að tala þýsku. Ég sagði, að borgarstjórinn kynni hana ekki; Ladogin undraðist að slíkur stríðsjúnkær og vopna- bróðir fasistanna hefði ekki numið tungu samglæpamanna sinna. Ég þýddi þetta fyrir borgarstjóra. Hann danglaði glaðlega í axlir Ladogins, sagðist um sína daga hafa skotið bæði Rússa og Þjóðverja, en ætíð hafa verið á bandi Engilsaxans. — Líka Ameríkana? spurði Ladogin þegar ég hafði þýtt. 100 TMM 1991:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.