Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 103
— Eftir atvikum, sagði ég. Borgarstjóri skvetti meira á steinana. Ladogin fór niður af bekkjunum, við heyrðum vatn renna í sturtuherberg- inu. Borgarstjóri sagðist mundu fara á eftirlaun eftir hálft annað ár. Ekki hélt hann að sér yrði sérstaklega mikill söknuður að embættinu þegar þar að kæmi. Malmberg furðaði sig á því, hvemig borgarstjóri hefði ára- tugum saman getað unnið starf, sem honum félli greinilega ekki í geð. Eg mundi, að Malmberg hafði nokkrum árum fyrr ætlað að flytja til höfuðborgarinnar, komast í eitthvert stærra fyrirtæki, því þar hélt hann sig mundu geta nýtt hæfileika sína betur; þyrfti ekki að vaga einn og kjaga með framleiðsluna milli viðskiptavinanna, og um alla heimsbyggðina. Samt hafði hann orðið kyrr héma, því að of margt batt hann við þessa borg, skólar og vinir bamanna, starf konunnar, einbýlishúsið; lífsgæði, sem hann var orðinn eins vanur og að fá blöðin á morgnana. Ég sagði ekkert. Þegar borgarstjóri skvetti enn á steinana, fór ég niður af bekkjunum. I sturtuherberginu var enginn. Ég fór í sturtu og síðan inn í búningsklefa. Hann var líka tómur. Ég þurrkaði mig, vafði handklæði um mig, setti annað yfir herðamar til að halda hitanum og fór fram í fremra herbergið. Ladogin lá ofan á túlknum á sófanum. Ég stóð kyrr í dyrunum, túlkurinn leit á mig undan Ladogin og það var einhver rósemi í svipnum. Húðin á Ladogin var skringilega hvít, það virtist ekki vera í honum nein beina- grind, til að halda kroppnum í þeirri lögun, sem þekkt er að vænta má af manneskju; fætur túlksins vom sinn hvom megin við Ladogin aðskildir, pilsið upp. Ég fór aftur inn í búningsklefann og settist á bekkinn. Drakk flösku af bjór og lét húðina þoma. Klæddi mig. Ladogin kom, fór í sturtu og inn í gufuna. Ég fór fram í fremra herbergið, tók annan bjór af borðinu, smávegis á disk að maula, saltstengur, og settist við borðið. Túlkurinn sat á sófanum. Ég brosti til hennar. — Tja. Ekki dugir að æðrast, sagði túlkurinn án þess að brosa. — Ekki var ég að sýta neitt, sagði ég. Brátt komu hinir út úr búningsklefanum og fóru að éta og drekka. Einhvern tíma um lágnættið fór Ladogin að vera til vandræða og við héldum af stað til koma honum á hótelið. Við urðum að hálfbera hann í bílinn og úr og um hótelgangana, Malmerg og ég. Túlkurinn fór inn í TMM 1991:4 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.